rejsen

Ferðasagan í stuttu og grófu máli.

“Afgang” héðan frá Gr.vigsallé kl 0530 á fimmtudagsmorguninn þann 29. júli. Keyrðum í umferð flutningabílanna og í fínu ökuveðri til Frederikshavn og tókum Stena Line ferjuna til Oslo. Parkeruðum drossíunni og hlupum út á dekk í sólina. Úps, gleymdum sólkreminu…
Veðrið var ótrúlegt… að sigla út á reginhafi sitjandi í svitapolli, OMG. 8 tíma sigling og ekki hægt að segja annað en að við höfum fílað okkur. Oslofjörður tók á móti okkur, skartandi sínu fegursta. Í landi var það minn túr til að keyra (eftir navigator) útúr Oslo og til Elverum. Um 2ja tíma keyrsla. Byrjaði á að fara vitlaust (örugglega navigatornum að kenna, hann hafði aldrei komið til Noregs) og tók stefnuna á Stockholm. Fórum inn í næstu motorvejssjoppu og keyptum okkur kort til að sjá hvað snéri út og suður í þessu landi bræðra okkar.

Komum svo sólbrunnin og sæl til Eygló KOKKS og Kjetil VEIÐIMANNS. Sessa verðandi BIFRASTARPÆJA og börn komu svo daginn eftir. Eyddum 6 dögum í strönd (x3), Oslo og Elverum bæjarferð. Oslo er rosa falleg og sjarmerandi stór sveitabær og hittum við þar Helgu fyrrverandi Eiðanema (´68) sem nennti að rölta með okkur allan daginn og stytta okkur stundirnar. Við vorum sko allar á Eiðum (´68). Ætla ekkert að vera segja frá því þegar ég hringsólaði í Oslo til að finna rétta parkeringshúsið með navigatorinn mér við hlið. Finnst það líka einum of að láta mig keyra á undan með þennan navigator þar sem ég get bara gert eitt í einu og aldrei keyrt í Oslo. (Gott að við höfðum æðislega loftkælingu í bílnum)

Við vinkonurnar kíktum líka á djammið, ég keypti mér Prince í sjoppu og borgaði heilar 70 nokr fyrir pakkann. Ætlaði svo að klára breezerinn minn áður en ég færi inn á skemmtistaðinn (eins og við gerum alltaf hérna) en nei nei þá kom bara dyravörðurinn og tók flöskuna af mér og helti niður fyrir framan mig. Guð hvað mér sárnaði.
Djammið verður ekki útskýrt nánar þar sem þetta var persónulegur skandall.

Við lifðum eins og við svosem bjuggumst við hjá Eygló og Kjetil. Kjetil fór og skaut nokkrar skepnur í matinn og Eygló galdraði fram þessa dýrindis máltíðir. E-ð fyrir mig. Fengum m.a. elg og rådyr.

Á 7. degi ferðalagsins voru norsku skógartröllin kvödd og haldið til Göteborg. Keyrt var framhjá Oslo og niður með vesturströnd Sverge. Ég byrjað að keyra og entist að landamærunum. Hitinn var óbærilegur (þrátt fyrir öfluga AIRCONDITION í bílnum) og féll ég í mók í Sverge. Missti af flottasta landslaginu en náði líka að sjá flott. Allavega öðruvísi landslag þarna en á Skåne, enda stórt land.

Tjekkuðum okkur enn á hótelið og fórum í bað. Að sjálfsögðu var hornbaðkar og getiði einu sinni hver var fyrstur oní…

Daginn eftir var Göteborgkjarninn skoðaður og meira að segja var farið inní moll (ég er ekki moll-fan, vill heldur göngugötur) en það var til að flýja hitann. Versluðum sáralítið og fórum svo í sightseeing (siglingu) um borgina. Keimlík sigling og í köben) og mjög notalegt.

Daginn eftir var svo stefnan tekin á syðri skerjagarðinn (e-ð sem ekki er hægt að sleppa í Göteborgsheimsókn) og völdum við 2jatíma siglingu án þess að fara í land. Höfðum ekki tíma því við áttum að mæta í ferjuna heim 1730.
Þetta var klikkflott sigling, veðrið æðislegt og við bara dúndur happy með þetta.

Sigldum svo með Stena Line express heim (bara 2 tímar) og var “ankomst” um miðnætti heim í Gr.vigsallé.

Þetta ferðalag var ferðalag hafsins og vatnsins. Eyddum 13 tímum í bátum og mörgum kl.t. á ströndunum. Ég var alveg sátt, held sveimér þá að ég hafi þetta bara í blóðinu, hefði betur einbeytt mér meira í vélstjóranáminu í VMA í gamla daga.

Norskuna gekk okkur vel að skilja (allavega svona tveggjamannatal) og þegar við komum til Sverge hélt hotel fólkið að við værum Norðmenn… Gott að kunna svoldla dönsku.

Norge er land jólatrjáa, maiskorns (þeir setja mais í allt), hás verðlags og góðs matar.
Sverge er land lærra verðlags og fallegs fólks.

One Response to “rejsen

  • Ummm… en geggjuð ferð, enda veðrið ekki til að skemma fyrir. Og ekki minnkar hitinn hjá okkur hérna, maður er hreinlega að bráðna þessa dagana, vildi að ég væri duglegri að demba mér á ströndina, alltaf aðeins svalara við sjóinn.
    En hafið það nú gott í vinnunni á meðan snúllurnar spóka sig í sveitasælunni hjá ömmu sinni á Íslandi.
    Knús og kveðjur frá neðri Gr. Allé, Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *