Þegar ég var barn, var mér skutlað í og úr skóla í skólarútinni sem Kapteinn Manni stýrði svo eftirminnilega. Ég var nauðug send í skólann á sunnudagskvöldum og aftur heim, nauðug, á föstudagsseinnipörtum. Stundum voru skólarútuferðarnar afar langar, sérstaklega ef við vorum ekki á veginum og stundum voru heimsmálin rædd, oftast þó á lágu plani. Reyndar man ég ekki eftir neinu einasta umræðuefni nema hvort hestar væru til að ríða á eða til að borða. Ég var hestastelpa, ekki hundraðprósent en gerði samt mitt besta. Ma og pa/pa voru hestafólk og óskuðu þess frekar heitt að það yrði e-ð úr mér og að ég myndi erfa stóðið með glöðu geði. En þótt ég væri bara ca 75% hestastelpa þótti mér alveg óskapans vænt um hestana. Og borðaði þá líka. En margir krakkana í skólarútunni voru ekki hestakrakkar. Þeim fannst sumum að það ætti að salta hrossin oní tunnu og éta þau. Ég varð stundum óskapans sár og hálfskældi í mömmu útaf þessu. En afþví að þetta voru ágætis krakkagrey og tengslin gífurleg vegna þreyngsla og ótakmarkaðar samveru í skólanum, gleymdi ég þessu hrossakjötstali alltaf innan skamms og fyrirgaf þeim að sjálfsögðu.

Í dag er ég korter yfir 35 ára og hef í gegnum tíðina rekist reglulega á fólk sem segir að hrossin séu best geymd í tunnu. Í dag er ég engin hestastelpa, þótt  Júlla, Lista-Skjóni, Geysir og geðvonda Hekla ásamt öllum hinum lifi endalaust í minningunni. Ég sé þau öll nákvæmlega fyrir mér og finn lyktina af þeim og langar að knúsa þau og kyssa og grafa mig í faxinu. En samt er ég ekki hestastelpa, því hestastelpur er hægt að flokka í eftirfarandi flokka:

  • Með persónuleikaraskanir
  • Kynvilltar (með alltof mikið af testesteroni án þess þó að vera lesbíur)
  • Ofdekraðar
  • Einmanna
  • Einhverfar
  • Egoistiskar (fara í hestafötunum inn í Gullbakaríið)

Og ég tilheyri engum af þessum flokkum (ekki heldur mamma (svona til að halda friðinn)) og þessvegna hætti ég að vera hestastelpa fljótlega eftir að ég varð kynþroska. En þegar fólk (oftast karlmenn) segja að hrossin séu best í tunninni, pirrast ég pínu því að 95% þessara karlmanna BORÐA EKKI HROSSAKJÖT!

2 Responses to “

  • Drífa Þöll
    14 ár ago

    Blast from the past! Ég hef aldrei verið hestastelpa en finnst hundgaman að fara á bak (þó það gerist næstum aldrei) en mér finnst líka hrossakjöt gott…það er stundum erfitt að vera beggja blands…

    • mer finnst reyndar hrossakjøt ekkert sérstakt, en ekki af thvi ad thad eru hestar, heldur vegna bragdins… varst thad ekki thu sem forst a hestbak a Storm? algjør brokkari, vona ad thu hafi jafnad thig i nyrunum eftir thetta 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *