Vaknaði snemma um morguninn með koddafar Gilsársgilsins á kinninni… einmitt, ef það tekur x langann tíma að losna við koddafar þegar maður er 30 ára, hversu langann tíma tekur það þá þegar maður er 40??? Spyr Stínu við tækifæri.

En mikið ósköp var erfitt að vakna… erfiðara en í gær! Samt svo ósköp stillt í boðunum, þessum líka fínu boðum. Til hamingju Snorri, Ingvar og Stína.

Er búin að vera hlaupandi milli framandi íbúða í framandi hverfi 2 síðustu morgna. Hittandi framandi fólk og titrandi eins og aumingi með fráhvarfseinkenni. 2 síðustu morgnar minntu mig líka á hvers vegna ég nenni alls ekki að vera í heimahjúkrun… samt finnst mér gamalt fólk yndislegt og gaman að koma inn á heimilin þeirra.

Nú nálgast Norge óðfluga og ég á eftir að gera svo margt… vantar nokkra daga frí takk.

Á eftir að kaupa 2 gjafir fyrir brottför… setti gjafakaupamet í síðustu viku… (f. utan jól)… samt á ég eftir að kaupa slatta af gjöfum sem ég get frestað til júlí. Afhverju eru allir e-ð að gera í júni og júli?

Á eftir að versla hellings “koloni” vörur fyrir brottför.
Á eftir að þvo svo mikið…
Á eftir að þrífa svo mikið (get nú sett prinsess Aldís og prinsess Svala e-ð fyrir)
Á eftir að gera svo margar magaæfingar fyrir brottför (240 á 4 dögum)
Á eftir að ganga frá 3. annar skóladótinu
Osv.

Afmæliskveðjur og fleiri hamingjulegarkveðjur (stutt)

Prinsessa Jóhannesdóttir 20.
Stína 20.
Viktor Nói 21.
Svíþjóðar Sörli 23.
Snorri útskrift
Ingvar útskrift
Maggi 24. + útskrift
Heba útskrift
Og fleiri

Farin í enn eitt boðið þessa helgi… dengang dansk.

Farvella

One Response to “

  • Dísa
    18 ár ago

    Hmmm þú fóst greinilega snemma heim úr boðinu á föstudaginn… stillt hvað??? Ég óska ykkur góðrar ferðar til Noregs kæru vinir og hlakka til að hitta ykkur seinnipartinn í júlí.
    Knús og stórt kram…………
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *