Sprelllifandi risaeðla.

Í dag átti vinur hans Fúsa leið hjá og kom í einn kaffibolla. Ég var á efri hæðinni að ryksuga. Hann var búinn að sitja smá stund þegar ég kom niður og heilsaði. Hann heilsaði á móti og sagði: „Ég var að segja við Fúsa að heimilishjálpin væri að gegna skyldum sínum … he he he“.
Ég svaraði: „Ert þú risaeðla risin upp frá dauðum og sloppin út úr safni?“
Hann hló.

Hvenær deyja risaeðlur endanlega út?

One Response to “Sprelllifandi risaeðla.

  • Helga Dögg Sigurðardóttir
    4 ár ago

    Boom!