Um og eftir miðjan 10´unda áratuginn vildi fólk ryksuga dýrt. Það var tvennt í boði. Rándýr ryksuga með háum og lágum ljósum eða rándýr ryksuga sem ilmaði eins og blóm. Það kom ægilega hugguleg frú frá Aglastöðum yfir í Fellabæ city og vildi leyfa okkur að upplifa blómaryksuguna. Við vorum með Aldísi litla og bjuggum í niðurníddri blokkaríbúð. Aglastaðafrúin mætti með Reinbó og hníf. Frúin og Reinbó fóru úr herbergi í herbergi og sýndu á síuklútnum hversu skítugt væri hjá okkur. Oj bara! Og með litla barnið í þessum skít… jeminndúddamía! Rúmdýnan hennar Aldísar var hræðileg… þvílíku rykmaurshaugarnir sem komu þaðan upp. Við sáum strax að hún yrði astma- og ofnæmisbarn og allt okkur að kenna. Við vorum að rústa framtíð barnsins með alltof miklu ryki því við áttum bara venjulega Electrolux ryksugu sem mamma gaf okkur. Aglastaðafrúin sagðist vilja gefa okkur hnífinn ef við keyptum ryksuguna. Ryksugan átti að kosta 140.000 íslenskar krónur! Við vorum sjóðheit og lofuðum að láta hana vita sem fyrst.
Um kvöldið láum við í skeið og ræddum málið. Okkur var það nokkuð ljóst að án svona tryllitækis ættum við bara framtíð í ryk og drullu. Við létum okkur dreyma um skínandi hreina íbúð með blómailmi sem Reinbó fussaði útúr sér, tándurhreinar dýnur og enn betri svefn (sem var þó góður fyrir) og hreinastu Honduna fyrir vestan Færeyjar. Og allsstaðar var blómailmurinn. Og ekki má gleyma hnífnum sem við fengjum með. Hnífur sem gat skorið allt, t.d. sveppi, kjöt, avokado og pappakassa. Við ætluðum að segja „JÁ“ strax daginn eftir 🙂
Daginn eftir hringdum við í Frúna austan fljótsins og sögðum „JÁ“ Komum okkur saman um hvenær hún kæmi með ilmandi Reinbó og hnífinn góða. Það áttu að líða nokkrir dagar.
Við kærustuparið vorum yfirokkur hamingjusöm og gátum hreinlega ekki beðið… valhoppuðum útum víðan vang og ímynduðum okkur hvernig allt myndi breytast með komu Reinbó og hnífsins.
Eeen eftir að hafa valhoppað lengi nok og orðin frekar lúin fór að renna á okkur 2 grímur. 140.000 íslenskar krónur fyrir eina ryksuga og einn hníf!???! Hmm var það nú raunhæft?!!? Já já sögðum við hvort við annað og héldum áfram að láta okkur hlakka til.
Eitt kvöldið, rétt fyrir komu Reinbó og hnífsins, og eftir að við höfðum valhoppað lárétt um svefnherbergið, litum við aftur hvort á annað… 140.000 íslenskar krónur fyrir ryksugu og hníf?!!? Nei anskotinn… það er ekki nokkur glóra í því! Hvað erum við að spá??? Daginn eftir hringdum við í Frúna á Aglastöðum og afpöntuðum Reinbó og hnífinn. Þetta hefur líklega verið ein sú gáfulegasta fjármálaákvörðun í okkar hjúskapartíð. Og Elektrolux, sem mamma gaf okkur fylgdi okkur útfyrir landssteinana og dó ca 10 ára gömul. Þá var keypt rosalega ódýrt (e-ð 200 kall) Panasonic tæki sem lifði af húsaruppgerð og endalaust múrsteinsryk og dó síðan um daginn því ég gafst upp á að finna ryksugupoka í hana. Núna var fjárfest í Nilfisk fyrir 400 og e-ð kall og uppfyllir græjan allar mínar ryksuguþarfir. Það er hægt að geyma leiðsluna inní´enni, það þarf bara að stíga á takka til að kveikja og síðan get ég keypt kúlur í Bilka sem lykta eins og blóm og sett í ryksugupokann… volla… þar er komin Reinbó ilmurinn forðum daga. Passar mér fullkomnlega 🙂
En að allt öðru. Það hefur alltaf farið svoldið í mínar fínustu þegar íslenskir fjölmiðlar íslenska erlend nöfn, t.d. Friðrik prins, Karl prins, Vilhjálmur prins osfrv. Einnig þegar erlendar höfuðborgir og jafnvel lönd eru íslenskuð þannig að það er óþekkjanlegt. T.d. höfuðborg Ukraina… Kænugarður???
Í dag var ég að hlusta á Rás 2 og útvarpsmaðurinn sagði frá því að Elton John nennti ekki lengur að vera keppast við tónlistamenn eins og Lafði Gögu!!??!! Öllu má nú ofgera.
já Reinbow……mikið langaði mig í svoleiðis!!! mér var boðið heilt pottasett með að verðmæti 60000kr….ég spurði hvort ég mætti ekki bara sleppa pottunum og fá þá vélina bara 60000kr ódýrari en nei það var sko ekki hægt!
Mikið er ég nú sammála þér með þessi íslensku nöfn….ég er til dæmis ekki enn búin að finna út hvar í veröldinni Rúðuborg er og hvað Kænugarður heitir í raun og veru!
mig langaði líka í Rainbow og öfundaði vini mína sem keyptu sér svoleiðis… en 140000kall er bara bilun!
Kænugarður heitir Kiev og ekkert annað… reyndar skrifað pínu öðruvísi á úkraínsku en á okkar máli er það skrifað Kiev. Sumir segja að Kænugarður sé rosalega gamalt nafn frá víkingatímanum og hafi borgin þessvegna upprunalega heitið það en hvernig hafa úkraínumenn borið það fram??? Bara Kænugarður??? 😉 En samkvæmt smá athugun er Kiev margra þúsundára gamalt nafn og er komið af landsmámsmanni sem hét Ki eða e-ð álíka… vissi ekki að víkingarnir væru margra þúsund ára gamlir??? 😉 finnst fólk bara eiga róa sig í að islenska! Og ekki veit ég hvað Rúðuborg er… best að googla það 😉