VMVMVM

Ég veit ekki afhverju ég er að leggja það á mig að horfa á VM alla daga… þetta eru eintóm niðurlög. Nema jafnteflin.
Ég fæ svo mikla samúð með tapliðinu… þótt það sé bara einhver sem skiptir mig engu máli, og liðið sem ég held ekki með. Og sérstaklega ef það eru einhver fátæk lönd… svona minnimáttar lönd eins og lönd frá afríku eða miðameriku… en akkurat nuna er ég að horfa á SAU-UKR og þá skyndilega hef e´g enga samúð með SAUDum, því þeir eru moldríkir og boykottuðu á okkur í vetur (eða gerðu þeir það ekki?).
Það munaði líka litlu að ég hefði ekki samúð með USA á móti Italíu, en fékk hana svo í dag þegar ég heyrði í vinnunni að þeir hafðu barist svo rosalega… (USA er ekki inn hjá mér).
Brúnu campingkonurnar í vinnunni eru nefnilega flestar límdar við skjáinn þessa dagana og eru líflegar fótboltaumræður í kaffitímunum… sjaldan sem það gerist í kvennahópi… en ljúft.
Komst reyndar að því að það eru ekki margar í vinnunni sem eru campingkonur… bara nokkrar. Nokkrar eru mótorhjólakonur… sumar blæjubílakonur og þessar konur ferðast útum allann heim á þessum tækjum. Svo eru nokkrar sem hafa ferðast svo mikið að þær muna ekki hvort þær hafa verið hérna eða þarna… hvenær kemst ég á það stig… eða kemst ég á það stig?

En VM og samúðin… kl 23 á kvöldin þegar allir leikir dagsins eru búnir er ég bara svo leið… þetta er afþví að ég er svo ótrúlega hjartahlý týpa… tek mig alltaf af minnimáttar… er einmitt að hugsa um að bæta við vinarhópinn minn svona fólki sem á enga vini. Kannski get ég fengið laun fyrir það….
(Ef einhver hefur séð mig slá á puttana á litlu börnunum sem reyndu að stela nammi á 17. júni er það bara vegna þess að ég var að reyna að ala þessa grislinga upp fyrir ykkur).

Annars var 17. júní líka hérna, og það minnti mig á hversvegna ég ekki bauð mig fram í stjórn… bara sem varamaður. Hef það mikið betra á svona dögum þegar ég bara þygg.
Um kvöldið var svo hittingur hjá Stínu og Einari þar sem við hugguðum okkur með USA-Italía í bakgrunni… með Ísak sem þul. Efnilegur.
Röltum með Gary Moore (tónleikar í Mölleparken) í bakgrunninum niðrá Skydestrand í strandparty og viti menn… við heyrðum Still got the blues… þvílík sæld.

Dönsuðum síðan berbrjósta alla nóttina við trumbuslátt Shaban Shaban og Sambo.
Næst tek ég mig saman og verð búin að rifja upp íslenska texta… hversu oft hef ég ekki sagt þetta???

Þetta blogg er búið að vera óratíma í fæðingu og þess vegna er seinni hálfleikur hjá TUN-SPA byrjaður og að sjálfsögðu held ég með fjarskyldu frændum okkar spánverjum (þaðan hlýt ég að hafa brúnu augun). En TUN eru yfir og þess vegna held ég með SPA 60% og TUN 40%, vegna þess að þa´verður kannski jafntefli. Uppáhaldsnágranni okkar er líka hálfur TUN og hann er yndislegur… frekar myndarlegur og svooo þolinmóður. Hann er ekkert að rífast í okkur fyrir að skúra tröppurnar aldrei og svo segist hann hafa fullann skilning á hreyfingar og hávaðaþörf barna. (Líka gestabarna).

Franska byrjunarliðið í gær innihélt bara 3 leikmenn sem ekki voru hreinir svertingjar… spáið í því. En það sleppur svo sem þar sem hann þarna Thierry Henry er alveg þess virði að horfa á.
Ég er orðin svo þreytt í augunum… grunar að ég þurfi bráðnauðsynlega gleraugu.
tjus

2 Responses to “VMVMVM

  • Dísa
    18 ár ago

    Takk fyrir síðast….og ég er alveg sammála mþér með textana…maður þarf að fara að rifja upp. Og já þú ert hjartahlý og það getur stundum verið erfitt..he he…
    knús og stórt kram
    Dísa

  • Hafdís
    18 ár ago

    Takk fyrir síðast. Maður kann aldrei nóg af textum, hvernig sem í ansk. sem stendur á því.
    Hafið það gott og við sjáumst sennilega næst á föstudagskv. Í glimrandi stuði 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *