Það gerist óskaplega sjaaldan að mig langi ekki eða nenni ekki í viinnuna! Eiginlega bara aldrei. Enn í gærrkvöldi nennti ég ekki. Var hundfúl útí sjálft Sygehus Sönderjylland, fannst allt svo svaart og ég enn einu sinni komin með ostaklukkutilfinnguna vegna framtíðaratvinnumöguleika. Er bara týpan sem verð að hafa draumajobbið í bakgarðinum. Ég kenndi Sygehus Sönderjylland um það að ég ætti að fara á nætuurvakt eftir svona fínt haustfrí og að ég væri búin að týna sjúkrahúskortinu til að komast inn. Að týna kortinu er náttúrulega engum öðrum en Carl Holst að kenna! Ég hjólaði eins og elding (því ég var auðvitað alveg að verða of sein) og kom að mannlausum inngangi! Juuu hvað það fór í tauugarnar á mér… þó þetta sé „bakdyramegin“ er algjör óþarfi að hann sé mannlaus. Þurfti að hringja á gjörgæsluna, sem er vid hliðiná og biðja þau um að opna fyrir mér og greyjið „Kjartan“ (uppfundið nafn til að passa upp á æru vinnnufélagana) skall útí vegg þegar ég ruddist fram hjá honum og baulaði að helvítis kortdruslan væri týnd. Ég strunsaði inná gjörgæsluna til að finna mér föt. Í mörg ár hefur hver starfsmaður haft sitt eigið sett í sinni eigin stærð með nafninu sínu og titli á. Ég hafði held ég 8 sett og mér þótti frekar vænt um þessi föt. Fannst þau passa fullkomnlega og ég fór frekar vel með þau. Smurði hvorki meiki né brúnkukremi í þau og svitnaði ekki vondri svitalykt. Ég var rosalega ánægð með hjúkkuátfittið mitt og fannst þetta vera hluti af mínu faagi.
Nú var verið að breyta. Núna koma nafnlausir búningar í þeim stærðum sem deildin hefur hingað til haft þörf fyrir. Það á að vera nóg til handa öllum og við eigum öll að vera í hvorsannars fötum. OJ.
Já, ég strunsaði inn á gjörgæsluna til að finna mér föt, orðin of sein, og við mér blasti fatahengið. 5 stativ með skjannahvítum fötum. Öll í medium og xx-large. Jeiii… og í þokkabót voru kirtlarnir með hneppt upp í háls í staðin fyrir V hálsmálið sem ég hef notað í mörg ár, vegna þess að mér finnst „hneppt upp í háls“ kirtlarnir rosalega ljótir og óþægilegir og fólk líkist hengdum hænum í þessu. Ég bilaðist. Ég hef aldrei orðið svona svakalega reiið innan sjúkrahúsbyggingarinnar áður. Inní búúningsklefa hitti ég eina sem drukknaði í blóti mínu og ragni yfir ömurlegum búningum. Hún fór bara. Ég skellti skápshurðinni aftur og nauðgaði hengilásnum og hljóp svo inn á deild í TJALDI. Ég hata að vera í alltof stórum fötum í vinnunni. Finnst ég vera nakin og gegnsæ. Og að standa þarna í medium*, með buxurnar á hælunum og brjóóstin dinglandi til hægri og vinstri, ásamt þvi að líkjast hengdri hænu, var mér algjörlega ofviða. Mig langaði til að skæla. En skældi ekki þó. Tók mig saman, kíkti á planið og fór inn á stofu þrjúúú. Þar átti ég að fá rapport inn í hoorni… en komst ég inní hoorn??? Nei, því að stjaarnfræðilega háátt BMI var fyriir mér! Og síðan leyfir þetta stjaarnfræðilega hááa BMI sér að segja við mig: „hey æætlarðu ekki að fá rapport? Farðu útí hoorn“. Vámaðurminn hvað ég hefði getað ráðiist á stjaarnfræðilega hááa BMI’ið. Eða bara saagt við það, að Sundhedsstyrrelsen mæælti með BMI á milli 20 og 25 svo að fólk allavega kææmist fraamhjá!
Þetta var veersta byrjun á vakt í mínum heilbrigðisgeirakarríer! En vaktin lagaðist… nóg að gera og vinnufélagan yndisleg kona í small en lííktist þó líka heengdri hæænu. Í morgun þegar ég svo ætlaði að skipta um föt, ætlaði ég aldrei að komast inní skápinn minn því lykillinn var víst beyglaður eftir árásina kvöldið áður!
*Medium er stóór stæærð í sjúkrahúsbúningum Sygehus Sönderjyllands. Stóór hluti deildaarinnar er í x-small og small.
(stafseetningin orsakaast af google þýýðingarfidústnum)