Á þriðjudaginn koma jólin hjá mér… get hreinlega ekki beðið… Fúsi segir að þá megi ég raða bókunum í hilluna. Í nótt dreymdi mig að ég ætti ekki nóg af bókum og að flestar hillurnar myndu standa tómar og að ég þyrfti að fylla upp í þær með hræðilegum hlutum eins og styttum og minjagripum. Ég er mikið búin að vera að spá í hvar einstakar bækur eigi að vera. Finnst ég verði að hafa t.d. Birting á áberandi stað en mig minnir að hún sé svo lítil… og græn. Með hvaða bókum passar hún þá? Á meðan Fúsi spaslar og málar, sit ég og prjóna, )eða reyndar ekki núna, því ég er komin með ógeð eftir að hafa setið með rauðvínsflösku í klobbanum 2 síðustu kvöld og prjónað „takkfyriraðmeigakomaíheimsókngjöf“), og fantasera útí það óendanlega um uppröðun bókanna. Og alltaf dregst dagsetningin… fyrst var það í byrjun sept, svo um miðjan sept… síðan í dag og núna er aljört deadline 26.10.2010. Þetta bil þarna myndast vegna þess að við erum að fara á DK-rúnt á morgun… ætlum að byrja á því að láta undan yngra unglingababy, fara í Lalandia og líklega leysast upp í vatnssulli ársins. Ég vildi vera menningarleg og fara á Bergmanstykki í Aarhus, í gervipels og með hatt. Unglingarnir vildu frekar fara í Lalandia og afhverju ekki… er maður ekki alltaf hálfgert krakkarassgat??? Verð bara að muna að fjarlægja hárin af löppunum á mér og það báðum löppunum (og að aftan líka).
Í gærkvöldi tók ég til í fataskápnum mínum. Tæmdi 2005-2006 (alltof lítil föt) hilluna mína í „gefaeinhverjumpokann“ og fyllti hana upp á nýtt af frekar litlum fötum sem ég kemst kannski einhverntíman aftur í og skírði hilluna upp á nýtt, 2007-2008 hillan. Kallaði síðan í Fúsa og sýndi honum snilldina og hversu lítið ég ætti af fötum $%#$&#@ Hann hrósaði mér og sagði að svona fínn hafi skápurinn ekki verið síðan eftir innbrotið um síðustu jól og glotti! Finnst bara persónulega engin ástæða til að vera káfa of oft á fötunum… hámark einu sínni á ári! Og finnst líka persónulega að Fúsi hefði alveg getað sagt að ég ætti að fara niður á göngugötu og versla mér einhver föt. Skápurinn væri alltof tómur!
Síðan kom póstmaðurinn áðan með bréf til mín frá DSR (Dansk sygeplejeraad). Þetta var e-ð bréf handa mér sem arbejdsmiljörepræsentant (öryggisfulltrúa eða e-ð svoleiðis), en ég er það ekkert lengur… en málið er bara að þessir pappírar lykta af fiski! Er DRS flutt upp í Hanstholm eða hvað?
Ég náði líka að raða mínum bókum loksins upp (eftir 2 1/2 árs kassalegu) í vikunni. Fyllti heilar 2 1/2 hillu 😀 Tókst einnig að finna fram myndir af allri fjölskyldunni (LOKSINS) og koma því í ramma og upp á vegg í stofunni 😀 (Vildi bara láta þig vita þar sem að þú ert svo hrifinn af fjölskyldumyndum í stofunni) Endaði svo á kennslustund f. Karl Hlífar í hvaða fólk þetta var eiginlega sem að ég var að hengja upp á vegg 😀
hehe Heiðbjört… finnst alveg ok að hafa fjölsk.myndir hjá öðrum (ef eg þarf ekki að þurrka af)… en þetta þarf að vera e-ð spes ef þetta á að fara upp á vegg heima hjá mér 😉