Dead space
Eftir fleiri vikna bið er bókahillan langþráða að taka á sig mynd. Er enn í brúnni og blettóttri mynd… en það verður ekki lengi. Bókahillan er langþráð því þegar ég verð búin að raða í hana, fæ ég heilt aukaherbergi í kjallaranum. Akkúrat núna búa bækurnar þar… í hillum, á borðum og ekki minnst á gólfinu!
Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég eigi að raða bókunum. Er það eftir:
- lit
- stærð
- tungumáli
- genre
- stafrófsröð eftir höfundum
- stafrófsröð eftir titlum
Ohh ég veit það svei mér þá ekki.
Sumar bækurnar eru stórar og djúpar, aðrar litlar og grunnar. Vandamálið eru þessar litlu og grunnu. Það myndast svo mikið „dead space“. Sem er dauðpirrandi því það safnast svo mikið ryk í bókahillu með „dead space’i. En á hinn bógin getur maður falið allskonar hluti á svona stöðum. Hluti sem annað fólk á ekki að finna. T.d. nammi, fullorðnismyndir og blöð, gjafir handa sjálfri mér, já og öðrum og svo allskonar leyninúmmer sem erfitt er að muna.
Á meðan Fúsi spaslar og dillar sér upp á stól, skipulegg ég haustfrísrúntinn.
„…på min hest er der plads til to, hop nu op og hold fast i mig og så rider vi ned til mexico“… P4 klikkar ekki á sunnudögum 🙂