Í gærkvöldi, þegar háþrýstiborinn var orðin rólegur, fórum við að horfa á sjónvarpið. Við horfðum á fréttirnar og síðan á undarlegan þátt á DR K um það þegar evrópubúar lögðu undir sig Ameriku og hvernig kartaflan bjargaði írum. Þegar þetta var yfirstaðið, var zappað og það var fannst ekkert! Kl. var 2100 og ákváðum við því að horfa á fréttirnar á RUV. Síðan var það Kastljósið. Og rétt eftir að Kastljósið var byrjað, kom Afsakið hlé! Er það enn á dagskránni? Okkar fannst það allavega mjög dapur þáttur, það gerðist akkúrat ekkert! Svo kom Kastljósið aftur… og síðan auglýsingar og síðan Kastljós aftur. Við hjónin litum hvort á annað… Kastljós í þremur pörtum!??! Við héldum að það væri löngu hætt að sýna Afsakið hlé. Höfum náttl ekki séð það síðan árið 2001 og þá var það orðið svoldið þreytt. Og nú er 2010. Þekkið þið einhvern sem þekkir einhvern sem finnst Afsakið hlé skemmtilegt??? Við þekkjum ekki neinn. Fatta bókstaflega ekki afhverju það er ennþá verið að sýna þetta… og það árið 2010.
Kastljósinu getur maður líkt við Aftenshowet á DR 1. Þótt Aftenshowet sé meiri skemmtiþáttur og Kastljósið meira politiskt. En báðar stöðvarnar eru ríkisstöðvar og af báðum VERÐUR maður að borga. Báðir þættirnir eru sýndir í kringum aðalfréttatímann. Ríkistöðvarnar hafa alltaf sent alla þætti og bíómyndir heilar og svo haft auglýsingarnar á milli þátta. Það er líka sanngjarnt því þetta eru ríkisstöðvar og maður VERÐUR að borga og flest fólk fær bólur af að horfa á þætti og bíómyndir með auglýsingarhléum. En í gærkvöldi komu auglýsingar mitt í sinni hluta Kastljóss… svoldið á eftir milli þættinum Afsakið hlé.