aftur VM og svo åhabe eða öfugt

Heim af tónleikum í Kolding erum við komin svo stútfull af D vitamini að það vellur allstaðar út um öll göt. Fengum æðislegt veður, svaka umferðarstíflu að svæðinu (45 min) og þessa fínu skemmtun. “Íslenskir íslendingar” ættu að kannast við Martin Brygman (Oskar og Josephine og Jul i Valhal) og Jakob Sveistrup (eurovision i fyrra)…
“danskir íslendingar” þekkja hinsvegar næstum alla… Caroline, Nikolaj, Simone, James Sampson, Twis og fullt fleira…
Allavega allir vel steiktir í gegn eins og gott kebab.

VM VM VM afhverju er svona gott veður þegar VM er… er ekki hægt að fresta þessari keppni?

Fúsi heldur með ÞÝSKALANDI…. afhverju? Jú, vegna þess að hann hefur alltaf haldið með Þýskalandi… afhverju? Já afhverju skyldi það nú vera….

Svala heldur með Brazil…. afhverju? Jú vegna Ronaldinho… heillaði hana í einhverjum þætti… finnst hann úr gulli gerður!!!

Aldís heldur með Sverige…. afhverju? Nágrannar okkar og hafa alltaf tekið svo vel á móti henni… gott fólk.

Ég sjálf…VM er jafn flókið og sjampo. Þ.e.a.s. að velja. Algjörlega ómögulegt að velja sjampo… allt sjampoið passar við mitt hár. Gefur glans – gefur fyllingu – gefur lyftingu – fyrir litað – fyrir skemmt – osv… afhverju getur ekki bara einn sjampobrúsi innihaldið allt þettta? Í hvert skipti sem ég þarf að kaupa sjampo eyði ég of miklum tíma í að velja. Á meðan streymir fólk/konur að sjampo hillunni og bara kippa með sér brúsa… án þess að hugsa sig um… og ég reyni að greina hár konunnar og svo lít ég á sjamoið hennar…. en það gerir mig bara ruglaðri… ég ætla ekki að opinbera hér hversu miklum tíma ég eyði í þetta. Eins og margt annað… uppþvottalög… uppþvottabursta (hate it), tannkrem, Gajol, mygluosta og kjöt.

En VM… ég held eiginlega með 3 liðum… er það í lagi???
Svíþjóð… afhverju? Jú af sömu ástæðu og Aldís… nágrannar… gott fólk… fallegir karlmenn í Svíþjóð og fallegir fótboltaspilarar. Og margir sem spila hjá okkur.

Þýskaland… afhverju? Jú, ég vil geðjast honum Fúsa minum… vil gera svo margt fyrir hann… þýskan er líka fallegt tungumál… kann vel við þýskaland… finnst gott að versla í grensabúðunum… og fallegir leikmenn í landsliðinu. Og margir danir sem spila þar…

Spánn… afhverju? Jú, Maggi bróðir heldur kannski með spáni og ég hef alltaf haldið með því sama og hann… Man.utd. – Chicago Bulls og allt það. Margir danir spila á spáni… líka í handboltanum. Svo er spænska líka fallegt tungumál og margt gott á spáni… og held að flestir leikmennirnir séu hvítir.

Og ef ég á að halda með einu fyrir utan evrópu þá er það að sjálfsögðu BRAZILIA… reikna ekki með niðurlagi þar….

Á morgun er svo afmælisveisla og væntanlega útí garði… bara spáð geðveiki…
Minni að sjálfsögðu á sólkrem með hárri tölu þar sem ozonlagið er óvenju þunnt yfir skandinaviu og sólin hæst á lofti þar sem það er miðsumar núna. Og ekkert svindl… það verður engin fallegra brúnni á svindli… svindlarar fara í stóru krabbameinsrisikogrúbbuna…

Lov u

One Response to “aftur VM og svo Ã¥habe eða öfugt

  • Bara ekki sjens að sitja inni og horfa á HM í fótbolta í svona geðveiku veðri. Ekki það að ég hafi hugsað mér að horfa á mikið meira en bara nokkra leiki þegar kemur að mótslokum, maður verður nú eiginlega að fylgjast með lokasprettinum.
    En njótið nú sólarinnar (í hófi samt) og hvors annars.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *