Hvað er að vera mannleg?
–Er það að hafa samkennd? Að geta sett sig í spor annarra í blíðu og stríðu?
–Er það viðkvæmni?
–Varnarleysi? Fyrir öllum mögulegum óværum, óvættum og óvæntu.
–Eða er það hrösulleiki?
–Breyskleiki?
–Dauðleiki? Samkvæmt Stóuspekinni eigum við að hugsa um dauðann á hverjum einasta degi til að þróa með okkur þakklæti gagnvart því sem við höfum og til að gera það sem að við höfum, meira sýni- og áþreifanlegt. Það var kona í viðtali sjónvarpinu um daginn, Hún sagði „Ef að ég skyldi nú deyja einn daginn, þá …“ Ég gat ekki annað en brosað út í annað og hugsaði með mér: „Vena mín, þú MUNT deyja einn daginn, því get ég lofað þér.“
Dettur ykkur í hug fleiri hugtök sem lýsa því að vera mannleg?
–Ykkar einlæg