Ég á nýuppgert stofugólf…. en þú? Mitt er splunkunýtt, var að klárast núna fyrir 5 mín. Gólfarinn frá Dybböl lagði lokahönd á það með því að pólera aðeins yfir það og sagði svo að við mættum flytja inn á morgun. Vá hvað er erfitt að vera án stofu… eða sófa (síðan á þriðjudaginn). Sjónvarpið er ekki svo mikilvægt en sófinn er mikilvægur. Fúsi ætlar að mála á morgun. Núna hlakkar mig geðveikt til að vakna seint á sunnudaginn og leggjast í sófann í nýmálaðri stofunni. Elska þennan dybbölska gólfara og málaramanninn minn.
Naggrísirnir okkar fara stundum upp á þakið á húsinu sínu og kúka! Vá, hvað þetta er klikkað lið maður! Pælið í´ði er maður færi bara upp á þak… Hey Fúsi, hvað gerðiru við stigann, ég þarf upp á þak að kúka… eða Fúsi, viltu halda við stigann á meðan ég fer upp á þak að kúka. Jesus… Eða… hallo, haaaallooo… getur einhver rétt mér klósettpappír??? (Væri náttl týpískt að gleyma honum). Skil ekki hvernig naggrísunum dettur þetta í hug?!!?