Nú voru að koma nýjar tillögur frá Sundhedsstyrelsen (SST) um alkoholinntöku þjóðarinnar. Nú er búið að minnka skammtinn! Mælst er til þess að karlar drekki ekki meira en 14 skammta (genstanda) á viku og konur 7. Áður voru tölurnar 21 og 14. Ég hef alltaf undrað mig.
BT gerði könnun fyrir örfáum dögum, sem hljóðar svona:
Hvad synes du om, at Sundhedsstyrelsen nu anbefaler højst 7 genstande om ugen til kvinder og 14 til mænd?
53% – Sundheds- hysteriet er gået over gevind
47% – Den danske druk-kultur skal ændres
(kilde: bt.dk)
Ég svaraði og bjóst við að nútíma þjóðarsálin myndi svara eins og ég… þar sem mér finnst komin svo mikil umræða um þetta og ég upplifi að fólk sé sammála mér. Það er fólkið í vinnunni, flestir foreldrar í 7.c og 9.c og nágrannar og vinir. Eeeen þarna varð ég nú aldeilis hlessa. Meira en helmingurinn kýs að segja að þetta sé móðursýki hjá heilbrigðisgeiranum. Það voru ca 16000 sem svöruðu. Ok, BT er nú frekar ómerkilegt blað, fullt af slúðri og yfirborðslegar fréttir. Kannski eru það bara þeir sem drekka meira (og ég) sem svara svona spurningum.
Á Íslandi er þetta allt öðruvísi… þar drekka unglingar ekki fyrr en 20 ára. Og þar er ekki nærri því eins mikið alkoholvandamál og hérna í DK. Fólk er miklu heilbrigðara og þar eiga allir flott útivistarföt og labba útum fjöll og firnindi. Næstum bara eins og normenn.
Nú er ég alvarlegur FB-sjúklingur og á marga íslenska vini á Íslandi, marga íslenska vini í DK, marga danska vini og 3 norska vini.
Íslensku vinirnir mínir á Íslandi eru einu vinirnir sem státa sig af að drekka. Einkennilega oft sé ég statusa sem hljóða einhvernvegin svona:
…með kaldan á kantinum
…með kaldan í hönd
…með einn kaldan
…langar í einn kaldan
…get ekki beðið með að fá mér einn kaldan
…opna, drekka, ropa!
…rautt í glasi og cosy
…hvítt í glasi og cosy
og svo fylgja commentin á eftir sem styðja aðgerðina 100% með orðum eins og: öfund – ég líka – gott hjá þér – þú átt það svo sannarlega skilið…. hahaha
Og þetta er alltaf þegar fólk er bara eitt eða tvennt og ekkert á leið á djammið. Velti fyrir mér hvort þetta sé bara cool eða er verið að flagga einhverju ríkidæmi?
Eftir lesturinn á þessari grein, þá stendur nú uppúr að þú eigir 3 norska vini, hverjir eru það?
En ég er sammála þér með skilningsleysið á því að vera einn með áfengisglas fyrir framan tölvuna. Ég sé ekki rómantíkina við það 😉
það eru Skule, Tone og Cathrine 🙂 þekkir þú þau líka?
nei það er mikið meira rómantískt að fara á djammið, drekka sig peru og dansa af sér tærnar 😉
Nei, ég þekki þau ekki, en ég þekki Snorre, Stieg og Cecile.