Í dag er ég þakklát fyrir …
… að Fúsi kom niður í svefnherbergi í morgun, settist á rúmstokkinn, strauk mér og spurði hvort hann ætti að setja brauð í ofninn. Klukkan var orðin hálf níu og ég var bara löt og að hlusta á podcast.
… að ég hafi alltaf staðið föst á mínu þegar Fúsi hefur fullyrt á vorin að eitt tréð í garðinum okkar sé steindautt. Ég hef þrætt fyrir dauða þess ár eftir ár enda blómstrar það hinum fallegustu bleiku blómum þessa dagana.
Blóm í garðinum þessa dagana.
… að það sé svona mikið blómstrun í umhverfinu þessa dagana því að blóm sem verða á vegi mínum næra býflugurnar og gleðja mig. Það er eitthvað sem ég hef sjálf ákveðið og mér finnst svo mikið frelsi í að vita til þess að ég hef möguleika á að stjórna hugsunum mínum og þar með látið mér líða vel, því að hugsanirnar stjórna tilfinningunum og tilfinningarnar stjórna gjörðunum.
Blóm í Sönderskóginum þessa dagana.
Takk fyrir áminningu um að vera þakklátur ??
Gleðilega helgi mín kæra og bestu kveðjur til Fúsa líka!
Æji vá þessi tvö spurningarmerki voru sko mega flott rautt hjarta þegar ég skrifaði ha ha ha
Takk fyrir bloggið og að minna mig reglulega á að vera þakklát fyrir lífið og litlu hlutina, sjáumst fljótlega
@}—}—-}—-
Ég er nú þakklátur að hafa hitt þig og Sigrúnu um árið 🙂
Góðar kærleikskveðjur til þín 🙂
Yndislegt takk fyrir þessar línur elsku Dagný