Oj bara!
hvernig datt mér í hug að borða 1/2 daim (1/2 stórt) og eitt XXXL Twix núna??? Ekki að þetta sé eina máltíðin hingað til í dag, heldur hef ég borðað morgunmat, „formiddagskaffi“ og sprengdan kamb med rjomasósu í hádeginu. Svo veit ég að faðir manns og maður manns eru að versla í grillmáltíð… Og ég sem var að éta næstum 200 gr af ógeðissúkkulaði og næstum 500 Kcal! Vá hvað ég á skilið að vera feit! Því í gær var þetta svipað… fiskur í hádeginu og nautakjöt í rjómasósu í kvöldmat og eitt XXXL Twix í kvöldkaffi… (það var tilboð á Twixi einhversstaðar). Og ræktin liggur niðri… því ég er með EINN gest… En ég er að hugsa um að skrá mig í e-ð hlaup (því vinnufélagarnir segja að maður eigi að gera það). Ég hljóp síðast í næturhlaupinu 2008. Þá ætti maður að geta tekið 5 km núna í engu formi… og komist í form á einum spretti.
Við höfum horft á íslensku fréttirnar á hverju kvöldi síðan á laugardagskvöldið vegna gestarins. Páll Magnússon var virkilega vel klæddur á laugardagskvöldið og Ásdís veðurfræðingur virkilega döpur á þriðjudagskvöldið. En það sem mér finnst frekar einkennilegt við fréttirnar á RUV er að þær eru sagðar 3svar. Fyrst er ítarlegt yfirlit, síðan mjög ítarlegt yfirlit og síðan aftur bara ítarlegt yfirlit. Veit einhver afhverju?
heheh… „faðir manns og maður manns…“ Þú ert snillingur í orðavali Dagný!!! Og kemur manni alltaf til að brosa og eiginlega alltaf til að hlæja, með blogginu þínu 😀
hahahahah þetta er svooo rétt með fréttirnar 🙂 Svo getur RUV ekki einu sinni sent út einn fréttatíma án einhverra tæknilegra bilana.. hvað er það ???
Bið að heilsa pabba þínum og kossar á rest :****
og já, D þú ert bara nokk góður penni .. hef ég ekki oft sagt þér það 🙂