Þegar ég flutti til DK fannst mér kerfið hérna asnalegt og hægfara. Ég var í fyrsta skipti að „eiga við kerfið“, var á millibilsástandi í stuttan tíma og fór á atvinnuleysisbætur, heimtaði niðurgreiðslu á leikskólagjöldum, barnabótarauka, tungumálakennslu og húsaleigubætur! Kunni ekki dönsku og þekkti ekki kerfið og því varð þetta hallærislegasta kerfi sem ég hafði kynnst. En sem betur fer bara í stuttan tíma… þangað til ég áttaði mig á því og áttaði mig á hversu ofdekruð ég var… ég fékk allt sem ég bað um. Ég hafði aldrei þurft að „eiga við kerfið á Aglastöðum“. Ég var alltaf með vinnu, bað ekki um neitt og fékk ekki neitt!.

Nú þurfum við stundum að eiga við kerfið á Íslandi. Sem var svo nýtískulegt og smurt hérna í denn.

Bara það að fá skírnarvottorð er mega vesen… fyrst veit maður ekki hvert maður á að hringja (því þau í þjóðskránni gefa bara út fæðingarvottorð). Maður byrjar á einum stað… tekur sjensinn og gerir ráð fyrir að hinar ýmsu ríkisstofnanir geti þá bent manni á rétta staðinn. Eftir að hafa verið vísað frá þjóðskrá, austur í Aglastaði, niður á Seyðisfjörð og aftur í þjóðskrá… þá gekk þetta. Þjóðskráardaman sagði að fæðingarvottorðið innihéldi skírnardag. Að það væri nóg. Hún lofaði að senda þetta fyrir næstum mánuði síðan… rukkaði mig um 1000kall og tók niður kortanr. Enn hef ég ekki séð fæðingarvottorðið! Svona var þetta líka þegar mig vantaði fæðingarvottorð fyrir Aldísi fyrir 2 árum síðan. Heilmikið mál.

En ég hringdi allavega í þjóðskrá í dag til að ath um vottorðið.

Þ: „þjóðskrá!“ (finnst rosalega dónalegt þegar fólk segir ekki nafnið sitt líka…)

Ég: „Góðan daginn Þjóðskrá“

Síðan hófst samtalið… og ég var mjög kurteis… ekkert frek eða neitt.

Þ:“já, en við gerum 50 til 100 vottorð á dag… svo það getur verið erfitt að hafa stjórn á öllu“

My ass… mér finnst bara 50 til 100 vottorð á dag ekkert mikið… og í þessu nýtískulega og háþróaða kerfi on Iceland, ætti þetta ekki að vera mikið mál (hugsaði þetta bara)

Þ: „gefðu mér upp dagsetninguna þegar þú hringdir síðast, þá get ég kíkt í BÆKURNAR“

hahaha BÆKURNAR!!! (og ég mundi ekkert dagsetninguna).

Lín sendi greiðsluseðil til okkar í gær. Haustgreiðslan er rúmar 400þúskr. Því við erum svo tekjuhá! hehehe ég er hjúkka! Við vildum allavega leiðréttingu. Fúsi fór í málið í gær. Hann hringdi á 7 mismunandi staði því þeir vísuðu hvor á annan. Í suma staðina hringði hann 2svar. Á meðan reytti ég íllgresið götumegin, sló garðinn, klippti runnann meðfram götunni, kreysti marsvínin og fór í fitness.

Finnst ég alltaf eyða miklum tíma þegar ég þarf e-ð að „eiga við kerfið“ á Íslandi… og alltaf þarf ég að borga! Kannski er það bara vegna þess að ég kann ekki á það og er svo einföld að þeir nýta sér það og rukka mig um allt og ekkert :-/

(Samt elska ég Ísland útfyrir endimörk alheimsins og pirrast þegar fólk segir að ég sé svo dönsk)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *