Stuttmiðaða markmiðinu náði ég í gærkvöldi… (sjá síðustu færslu). Ég fór heim með mínum ektamanni og á undan mörgum öðrum. Götupartýin okkar virðast alltaf enda í einhverri vitleysu. 2008 tóku þeir motorsögina fram kl 6 um morguninn og felldu hátt grenitré úr innkeyrslunni hjá einum nýfluttum. Síðast vorum við gegnumreykt af jarðarberjum eftir vatnspípu og nú kl 5.30 í morgun kom löggan, skrúfaði niður í tónlistinni og fékk sér coca cola!
Götupartýið var frábærlega vel heppnað. Góð mæting og mætti Hr Pimm án konu og barns. Fru Pimm var með migreni sem fylgir tíðarhringnum „eins og þú þekkir nú“ (sagði hann við mig). En var fín í kroppnum eftir að hafa tekið lyfin sín en andlega hliðin var ekki tilbúin til að taka þátt í götupartyinu… (hans eigin orð)
Ég: „en Fru Pimm… var hún þá ekki tilbúin til að koma ásamt Pimm junior og skilja bara andlegu hliðina eftir heima?
Hr. Pimm móðgaðist e-ð… ég lét það ekki hafa áhrif á mig því hann móðgaði mig með því að halda því fram að ég hafi e-ð hundsvit á migreni og tíðarhring! Hr. Pimm talar mest í götunni. Fru Pimm sést aldrei (ég er sú eina í götunni sem þekki hana því við unnum einu sinni í sama húsi). Hr. Pimm talar svo mikið að mig svíður í augun (hann sat við hliðina á mér í 40 min). Síðan settist útlendingur í nágrennið… Hr Quitzy fór að tala ensku við útlendinginn og náðu þeir að spjalla um veðurmun í Evróðu og S-Ameríku í 2 mín (á meðan Hr Pimm var að klára mig). Þá tók Hr Pimm við… og talaði meira en góðu hófi gegndi um veðurmun á milli heimsálfa… og svei mér þá, ef hann talar ekki meira á ensku en dönsku. Hann hljóp líka svo hratt í næturhlaupinu á föstudagskvöldið að taskan mín fauk af mér! Ef hann er ekki með ADHD, þá er ég með risa tippi.
í dag get ég ekki státað af timburmönnum… velt mér um í sófanum og vælt í fjölskyldunni minni um sækja hitt og sækja þetta (coca cola og panodil), því ég hef enga timburmenn. Í dag þarf ég að fjarlæga fræ af gólfinu, lesa meira um Bjart í Sumarhúsum (og pirra mig á honum) og peppa mig upp í að fara á tónleika í kvöld með ELO… er ekki alveg að nenna en treysti á félagsskapinng veðrið 🙂
Kvitt bara fyrir þig 🙂