Markmiðin!
Þar sem ég er orðin kúrsisti (ekki kúrdisti) þarf ég að taka meiri ábyrgð á sjálfri mér og lífinu mínu. Ég verð t.d. að hætta að taka þátt í auglýsingakeppnum (sem ganga útá að giska á hver er að auglýsa) og að standa „óvart“ á brókinni útá tröppum. Ég verð hreinlega að fullorðnast! Ég byrjaði í síðustu viku. Fékk mér gleraugu! Til að líta út eins og fólk sem er að sérmennta sig. En það er ekki nóg. Ég verð að vera meira miðuð. Þessvegna ætla ég að búa mér til markmið. Eitt stuttmiðað markmið og annað langmiðað.
- þetta stutta: Að fara ekki síðust heim úr götupartýinu á laugardaginn næsta!
- Þetta langa: Að fara ekki síðust heim úr haustfagnaðarpartýinu í byrjun sept.!
Vá hvað ég er ánægð með sjálfa mig. Held ég eigi eftir að standa mig vel í náminu!