aktiv mamma…

Það er nú ljótt af manni að halda úti bloggi og blogga svo ekki í langann tíma….

Eurovision er yfirstaðið… 5 bestu lögin í 5 efstu sætunum og svo hefði mátt bæta grikkjum og dönum í 6. og 7. Þá hefði tilveran verið fullkomin í augnablik. Við hér í sofanum fylltumst “þjóðastollti” (ef það má) þegar Sidsel hafði lokið sér af. Hún sveiflaði ekki hárinu og sendi ekki fingurkoss… godt gÃ¥et!!! Mörgum finnst þetta voðalega hallærislegt lag en við hljótum að hafa vanist því og svo er voðagaman að dansa við það á zansi við t.d. arkitekt. Það er líka hægt að dansa við LORDI… allir sáttir.

Eftir eurovision fór ég svo að gera mig klára fyrir löngu byrjað europarty yfir í Hörmarken. (ég vildi bara vera yndisleg mamma og horfa á með börnunum). Kl. 0015 var ég bara nokkuð tilbúin en það vantaði e-ð. Fann það þegar ég strauk mér um koppinn… uppseturnar… skylduuppseturnar áður en maður fer fínt út…. úr fötunum (að neðan) og niður á gólf og 60 uppsetur takk. Ég var ekki komin til Stínu fyrr en rétt f. 0100. Vesen þetta alltaf með þessar uppsetur. Væri kannski skynsamlegra að gera þær á hverjum degi.

Kom svo snemma heim úr öfugri átt en venjulega og vaknaði svo yndislega fersk til að vera yndisleg mamma sem lætur nátturuna öllu máli skipta. Sem sagt hjóluðum í Naturskolen (Nátturuskólann). Það hittum við slatta af 4.c og næstum alla úr 2.c + marga fleiri.

Ég tálgaði penna, hélt þolinmæðinni í snobröds bakstri og hélt sögustund um beljurnar í kjallaranum á Gilsárteigi, inn í járnaldarhúsinu ÓUMBEÐIN.

Best: rådyrkjötið sem við smökkuðum og athyglin í járnaldarhúsinu (héldum líka tískusýningu á lopapeysum)

Verst: hvernig ég reyktist í gegn við snobröds baksturinn (afhverju fer vindurinn ALLTAF i hringi?)

Ógeðslegast: 4 skoflåt í smásjám ýmist fyrir eða eftir máltíð. Ætla í latex gallanum mínum í skóginn næst.

Skyldi svo stelpurnar eftir… þær gátu ekki hugsað sér að fara heim, hjólaði í loftköstum heim, borðaði og leit á klukkuna… o boy sá að ég myndi ekki ná sturtu fyrir kvöldvakt. Sem var ótrúlega nauðsynlegt þar sem ég var jú reykt í gegn. Jæja lyktin hlaut að fara úr að mestu leyti á leiðinni í vinnuna ef ég léti síða hárið flaksa…

Fór í sturtu þegar ég kom heim úr vinnunni… og 2svar í gærmorgun… alltaf með helling af sjampoi… þið getið ímyndað ykkur hvernig ég lyktaði í vinnunni…

En mikið var gaman að koma í vinnuna aftur… hafði ekki verið þar síðan á þriðjudag í síðustu viku og þá voru bara 2 börn á sjálfri barnastofunni (og svo einvher hjá mömmunum) og á sunnudaginn voru óteljandi… nóg að gera en samt svo huggulegt. Alltaf nóg af nammi og alltaf verið að hlægja að einhverju. Sem sagt deild sem funkerar frábærlega.
Já vissuð þið… ég fór í svona heimsókn á fæðingarganginn og sá keisara og fæðingu. Og eina móðurköku ekstra… Sem sagt 2 börn og 3 móðurkökur… hehehe
Þetta var nátturulega bara frábært en ég vil samt frekar vera hjúkka en ljósmóðir.

Sumarið lítur út fyrir að verða gestmargt… sem er bara gott mál… lítur líka út fyrir að það komi ótrúlega skemmtilegt fólk og fólk sem maður hefur ekki séð í svo langann tíma, sem er líka skemmtilegt. Þyrftum að gera svona bókunarlista… nei annars… held að það komi ekkert til að skarast á… það eru bara örfáir dagar sem ekki henta eins vel…

14.-15. júni… próf
29. júni – 7. júlí… ekki heima
7.júlí – 15. júli … pottþétt gestir.. hér og í kring
16. júlí-17. júlí… ekki heima
6. águst-8.águst… ekki heima

Allir velkomnir… og ekki verra að fá að vita nánari dags. eða vikur.

Farin að taka á moti barni.

3 Responses to “aktiv mamma…

  • Dísa
    18 ár ago

    Ég öfunda þig ekkert smá með að hafa fengið að taka á móti barni…held að það sé stórkostleg upplifun…Vonandi fær maður að vera viðstaddur þegar ömmubörnin fæðast he he….
    Lovejú….
    Dísa

  • Ég er nú svo mikil náttúrukona að ég steingleymdi þessu þarna í Naturskolen :-s…
    Hvernig stóð á því að fylgjurnar voru þrjár en börnin bara tvö?? Það er sko fátt sem toppar það að vera viðstaddur fæðingu, einna helst kannski það að fæða sjálfur, mér fannst að alla vega geggjað þegar ég fékka ð vera viðstödd hjá systur minni.
    En njótið nú langrar helgar…
    Kv. Begga

  • hehe fylgjurnar…. allt getur gerst i sønderborg… tókum vid a vagtaskiptum, sem sagt barnid var komid. Løng helgi… er thad bær i rússlandi?

    takk f kvittid stelpur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *