Það átti að mála einn vegg í herberginu hennar Svölu í dag. Fúsi átti að gera það því ég get ekki málað.
Ég: „hey, málningin er í stiganum“
Fúsi: „já, byrjiði þá að mála“
Ég: „ég ætla ekki að mála“
F: „jú þið Svala málið“
É: „nei, þú málar, þú málar hvorteðer alltaf“
F: „já en núna málið þið“
É: „ég get ekki málað“
F: „Víst geturðu málað, það geta ALLAR konur málað“
Ég: „það er ekkert víst að ég sé kona, stundum líður mér frekar karlmannlega…“
F: „góða hættuessu tuði og málaðu“
Guð hvað mér finnst þetta óréttlátt. Það er bara staðreynd að ég get ekki málað! Ég mála alltaf allt annað meira en það sem ég á að mála og mála það sem ég á að mála mjög ílla. Finnst hræðilegt að 13 ára unglingurinn skuli þurfa að gjalda fyrir ruglið í pabba sínum. En ég fór upp og byrjaði að gera klárt, klæddi mig úr næstum öllum fötunum og opnaði fötuna. En þá vantaði mér ábreiðu á gólfið. Og málningarlímband og e-ð til að hlífa glugganum.
É: „Fúsi, geturðu aðeins komið“
F: „nei kodd þú“
É: „ok“
É: „það þýðir ekkert að senda mig upp og segja mér að mála og svo vantar mig allt“
F: „eins og hvað“
É: „ábreiðu á gólfið, málnignarlímband og e-ð til að hlífa glugganum“
F: (rétti mér plastrúllu til að setja á gólfið) „það er ekki til málningarlímband og tilhvers þarftu að hlífa glugganum?“
É: „svo að ég sulli ekki á gluggann“
F: „en glugginn er á öðrum vegg og það er margfaldur fataskápur á milli og farðu í föt manneskja“
É: „en málningarlímband, ég get ekki málað án málningarlímbands…“
F: „þú verður bara að vera nett!“
NETT… er ekki í lagi með manninn? En við Svala fórum upp í herbergi, sulluðum málningunni á vegginn og gerðum fullt af svona hollywood handarförum! Við erum bestar 🙂