melody grand prix

Horfði jú á eurovision (er að sjálfsögðu manneskja til að viðurkenna það) og mjög aktivt. Gaf stig í staðin fyrir að hringja inn. Gaf 10 löndum stig eftir hefðbundnum reglum. E-ð var keppnin hraðspóluð hér í DK og þess vegna gat ég svo ílla haldið utan um stigin mín. Líka þreytt eftir fæðinguna og keisarasnittið í dag.

En ég reyndi…

 Bulgaria…7 fyrir búninga og 3 fyrir að Penelope Cruz sá sér fært um að syngja fyrir þá. 8 ÷ stig fyrir óheyrilega leiðinlegt lag. = 3 stig

 Belgium… 4 fyrir besta lagið fram að því sjálfu… 8 fyrir Kate Ryan og útlitið hennar.
5 ÷ stig fyrir þó ekki nógu gott lag. = 7 stig

 Irland… 4 fyrir að klikka ekki á að vera írskir og vel grænir… allt er vænt sem grænt er!

 Monaco… vá stelpan fékk 12 fyrir að gera Shakira dill á hnjánum. 9 fyrir lækkert og góða dansara… 15 ÷ stig fyrir búning söngkonunnar. Fúsi fær að lauma inn 2 stigum fyrir kropp söngkonunnar. = 8 stig… vá alltof mikið…

Polland… tek hattinn af fyrir honum að vera með bleikt hár síðast og grænt núna… 2 stig. Önnur 2 stig fyrir suma búningana. = 4 stig

Russland… 4 stig fyrir að reyna að hnykkja og 5 stig fyrir pianofóstur = 9 stig

 Tyrkland… ÷ 12stig fyrir stjörnurnar, ÷ 3 stig fyrir of þröngann kjól á söngkonu og ÷ 8 stig fyrir tattoo á söngkonu. = ÷ 23 stig (afhverju áfram?)

 Hvíta Russland… ÷ 7 fyrir að vera í skautabúning innanundir… = ÷ 7 stig.

 Ukraine… 8 fyrir brjóst… ÷ 7 fyrir fingurkoss og ÷ 9 fyrir rauðann borða á ulnlið og stígvél… = ÷8 stig (komust þau líka áfram…?)

 Hann kynnirinn… 11 fyrir fallega rödd, andlit, bringu og kropp… ÷ 7 fyrir leiðinlegt lag og ljót föt (þó að þau hafi verið frá D&G) = 4 stig

 Estonia … 2 stig fyrir flottar lappir og augnsamband… ÷ 6 fyrir fingurkoss… = ÷ 4 stig

 Bosnia&Hersegovinia… 9 stig fyrir fallegt lag… ÷ 1 stig handa söngvaranum fyrir að vera ekki fríðari…= 8 stig

 Mads Vangsø… 10 fyrir góðann humor

 Finnland… 11 fyrir flotta og vel gerða búninga…. 9 fyrir nokkuð gott lag og láta það minna mig á POISON með Alic Cooper. ÷ 6 fyrir stjörnublys á hljóðfærum (eins og á damefrokost)… ÷ 5 fyrir að hafa logið… sögðu að skrímsli gætu ekki talað en samt SÖGÐUST þeir hafa borðað börnin sín í morgunmat…. = 9 stig

 Portugal… ÷ 10 fyrir að byrja strax á laginu án þess að maður sé tilbúin og vera algjörlega útúr q. = ÷ 10 stig … eða nei ÷ 12 stig.

 Svenskerne… 9 stig fyrir að vera eins sænsk og hægt er… 3 stig fyrir að vera falleg… 3 stig fyrir að vera ofboðslega fræg… 5 stig fyrir góða rödd… ÷ 6 fyrir að lagið sjálft. = 14 stig (það er ok því þau eru nágrannar)

 Holland… 11 stig fyrir ágætis shakira dill, búninga og brjóst. ÷ 6 fyrir lagið sjálft. = 5 stig

 Lithauen… 4 stig fyrir að spara lithaueska tv inu ómakið með óþarfa fjárútlátum í listamenn. ÷ 27 stig fyrir að þurfa að lækka í tv inu næstum með það sama… og finna ekki fjarstýringuna með það sama… kenni þeim um. ÷ 2 stig fyrir að komast áfram. = ÷ 25 stig

Eins og eðlilegt er gaf ég ekki þeim löndum stig sem ég vildi endilega að kæmust áfram heldur þeim sem áttu skilið að fá stig og þurfti líka að takmarka niður í 10 lönd.

Nú verð ég sökuð um þjóðsvik…. ég gaf Silvíu Nótt viljandi ekki stig… er ekki í standi til þess. Fannst hún góð en þessir 2 gaurar hræðilegir… sorry. Kannski vantaði akkúrat mitt point til að koma henni áfram… hver veit???

En nú er bara að krossa fingur, vona að Sidsel klippi sig eða hún verði hellt full og klippt. Skiptir ekki máli… bara að hún verði klippt. Gott að annað lagið okkar sé með á laugardaginn.

Góða nótt

6 Responses to “melody grand prix

  • NoName
    18 ár ago

    Buhuhu Kate Ryan komst ekki áfam 🙁 lorte keppni, allt tóm svik og austurevrópa að breyta þessu í einhvern sirkus… í samráði við tyrki

  • Hæ hó, kíkti hérna við aldrei þessu vant. Nenni ekki að vinna í vinnunni í dag. Góður pistill hjá þér og stigagjöf.. en hvoooooorfor gafstu henni Silviu okkar stig…:):)
    Bið að heilsa á Jótlandið. 🙂
    kveðja frá Köben.
    Guðbjörg Valdórs

  • Hafdís
    18 ár ago

    Sammála horfi á Eurovision og viðurkenni það he he. Finnarnir voru góðir sammála Flottir búningar hjá þeim, sammála.. Sænska Carol er sko sænsk he he sammála. Sammála með Tyrkland af hverju áfram….en svona er þetta.
    Get alveg verið sammála þér í mörgu í þessum pisli.
    Vona að þið hafið það gott um helgina, hvað sem þið verið að gera og hvar sem þið verðið stödd.(vá löng setning)
    Hafdís

  • Dísa
    18 ár ago

    Hm… verð nú að segja að ég er bara nokkuð sammála þér með þetta allt saman….
    Knús og góða helgi
    Dísa

  • Heba Maren
    18 ár ago

    sammála þér með margt í pistlinum en mér fannst alveg að Silvía mætti fá stig.. hún búin að búa til svo þokkalegt sjóv i 10 daga þarna í Grikklandi og á er örugglega besti leikari EVER.. en ég var nú samt ekkert sátt með sönginn hennar..gellan of stressuð..
    en hvað ertu að meina með því að Sidsel klippi sig? kilippi hárið eða?
    hehe og er þessi Sidsel danska gellan? það er nú hálf skrítið lag.. eitthvað kántrí..

    en ég held að evrovision hafi aldrei verið eins mikill skrípaleikur og núna.. og verst að öllu fannst mér liðið sem sá sér ekki fært að fara í föt…

    Góða Helgi

  • takk fyrir kvittin allar, Sidsel er med glataða hárgreiðslu… vil bara klippa hana og bjarga henni.

    Nei, hef sannfærst enn meira i dag um að Silvía á ekki skilið stig… rétt hjá þer.. búin að búa til show en það er ekki nóg… showið þarf að vera gott og sanngjarnt. Alveg búin að missa allt álit á henni… sorry. Og jú sammála margir hefðu mátt klæða sig áður en þeir stigu á svið. meira striplið… og svo horfa börnin mans á þetta…

    Góða helgi allar saman

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *