Það er aðeins eitt sem ég skil ekki í dag og þessvegna þarf ég að hugsa meira en ég er vön…
Afhverju þarf ALLT að snúast um börn/barn sem er ca nýfarið að labba en ekki nógu gamalt til að tala meira en foreldrarnir. Þetta er svona um kring 1 árs aldurinn. Ég er alveg með það 120% á hreinu hvað eitt barn í nágrenninu heitir (og á aldrei eftir að skíra því nafni) og hvað barnið nákvæmlega gerði í 9 kl.t. í gær. Nú kemur mikrobrot af því sem bar fyrir eyrum í gær: „Nonni (ekki hið rétta nafn þar sem heimurinn er alltof lítill), ka ertu að gera?, Nonni, sjáðu fuglinn, Nonni nú fæðru vatnsblöðru, Hún er full af vatni Nonni, gjörrusovel Nonni, úps Nonni, ertu að leika með vatnsblöðruna Nonni, úps Nonni, já flott hjá þér að kasta blöðrunni Nonni, Nonni sprakk blaðran? ertu blautur Nonni? hvar ertu blautur Nonni?, er Nonni blautur þarna? nú skaltu leika í sandkassanum Nonni, er maðurinn að klippa limgerðið Nonni? (það var ég sem var að klippa limgerðið!!!), ullabjakk Nonni ekki borða sandinn, Nonni ertu búin að kúka í bleyjuna? má ég lykta Nonni… púha Nonni (nú langaði mig bara EKKERT að heyra meira), Nonni koddu við skulum skipta um bleyju, Nonni leggstu á bakið, puha Nonni, Nonni hvar er pabbi? viltu vatn Nonni? haha Nonni dastu á rassinn? viltu þetta Nonni? viltu hitt Nonni? NonniNonniNonni… stundum finnst mér lítil börn bara fá alltof mikla athygli… þau þurfa ekkert svona mikla athygli… þetta gerir þau bara selvcentreruð og frek!
Lítil börn eiga bara að leika sér sjálf í sandkassanum og það á ekkert að skipta sér af þeim. Það er líka hægt að láta þau vinna… börn í dag vinna alltof lítið. Það hefði verið hægt að láta Nonna litla reyta gras meðfram einhverjum köntum í gær. Þá hefði fullorðna fólkið getað hætt að segja „Nonni“ og talað saman um fullorðinsmál.
Anyway, nú er komin virkur dagur og Nonni litli farin í pössun útí bæ. Og það rignir og rignir og fólk, þám ég, er veðurteppt. Ég kemst td ekki á ruslahaugana vegna regns. Glætan að ég geti farið með garðúrgang, vitandi að ég verði rennandi blaut og gæti drukknað.
Ég sáði kartöfflum fyrir nokkrum vikum (man enganvegin hvenær) og finnst erfitt að taka ákvörðun um hvort ég eigi að kíkja hvort það séu komnar kartöfflur. Ég sáði þeim nefnilega í plantesæk og setti plantesækkinn í brotajárnskerruna hennar Aldísar. Hef heyrt að það sé ekki hægt að rækta kartöfflur í plantesæk. En grösin hækka og hækka og ég get ekki tekið ákvörðun um að kíkja… en ég tók ákvörðun á 0,5 um að skipta um vinnu og læra meira. Ákvörðun sem var hrikalega erfið og lætur mig svinga á milli gleði og spennu og svo söknuðs og eftirsjáar eftir frábærri deild. Þarf líklega að halda „bless“ party sem á eftir að minna á táraball í Hjaltalundi. Jesús… hvað var ég að spá??? En juuu hvað ég hlakka til að byrja að læra aftur… hlakkar til að gera ritgerð (sem er náttl frekar undarlegt þar sem það eru bara 2 ár síðan ég var að fara yfirum yfir bachelornum) og hlakka til að fara í próf! (Og hlakka til að fá hærri laun ;))
Eigiði góðan dag og haldið ykkur inni fyrir 🙂
Afhverju ertu svona langt í burtu frá mér!!! við hljótum að vera með bluetooth á milli hugsananna hjá okkur, miss you so much og vona að ég sjái þig aftur í sumar!!