Bókin

Kæru vinir.

Í dag grét ég í bílnum á leiðinni heim frá Aabenraa. Ég var stödd á hraðbrautinni, ekki langt frá Grásteini og slyddan skall á rúðunni. Rúðuþurrkurnar höfðu vart undan og þrátt fyrir að klukkan væri ekki nema rétt rúmlega eitt, var svo dimmt. Ég sat við stýrið í þykkri úlpunni og hlustaði á síðustu mínúturnar af bókinni Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Það sem grætti mig var það sem gerðist á túninu í Botni.

Ég er orðin 43 ára og var að lesa Aðventu í fyrsta skiptið. Ég bara skil ekki hvers vegna engin hefur ýtt henni að mér fyrr. Sérstaklega í ljósi þess að því verra sem veðrið er í bókunum, því betri finnst mér þær. Og það hélt ég að flestir mínir vinir og lesendur vissu? Ég bara skil ekki hvernig hún hefur farið fram hjá mér í öll þessi ár.

Ég er búin að hlusta á endinn tvisvar í viðbót í dag. Ég er líka búin að fara inn á bíblíótek.dk (bókasafnið) og panta hana á dönsku því að mig langar að sjá hvernig Gunnar skrifaði dönskuna.

Betri bók man ég ekki eftir að hafa lesið og ég hreinlega elska hana.

Benedikt, Leó og Eitill.

3 Responses to “Bókin

  • Drífa Þöll
    6 ár ago

    Hemmhemm…ég las þessa fyrir tveimur eða þremur árum af því að viðskiptavinur bókasafnsins sagði þetta skyldulesningu í aðdraganda jóla. Og ég dó úr leiðindum…skil ekki ást fólks á þessari bók…en gott að þér líkaði hún 🙂

Trackbacks & Pings

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *