afhverju fékk ég 10?

Til að sanna fyrir Fúsa er ég að baka pönnukökur og blogga í leiðinni á eldhúsbekknum… já það er ýmislegt hægt að gera á eldhúsbekknum… ég er að sanna það að ég get gert 2 í einu… eða reyna það.

Leiðbeinandinn minn í “lorteopgaven” (verkefninu) átti að senda umsögn með póstinum.

(búin að brenna 2 fyrstu pönnukökurnar… shit… ætla að slökkva á reykskynjaranum)

Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni… beið mín bréf… frá skólanum… settist á klosettið… reif það upp og las!

Nei þá er leiðbeinandinn minn búin að vera veik og ekki náð að gera umsögn… kemur innan 14 daga…. ég skeindi mér með bréfinu.

Ég var orðin svo spennt að sjá afhverju ég fékk 10.

Núna ímynda ég mer eftirfarandi:

a) Rose-Marie var veik með óráði/uppdópuð af lyfjum eða í veikidaleyfi vegna áfengisvandamáls…
(pissfull)

b) Rose-Marie ber ómælda virðingu fyrir mér

c) Rose-Marie líkar vel við mig afþví að ég var ein af örfáum sem mættu í Etik/filosofi tímana á 1. önn. “Kæra Frk Sævarsdóttir. Ég er þér afar þakklát fyrir að hafa verið með 95% mætingu í E/F vorið 2005. Er löngu búin að fyrirgefa þér að hafa horft meira á hérana út á túni en mig. Er líka búin að fyrirgefa þér að trufla kennsluna (í hvert einasta skipti) með því að deila út karamellum, pökkuðum inn í mjög hávaðasamar umbúðir. Þess vegna færð þú 10 fyrir verkefnið sem var annars bara LORT. Líka vegna þess að þú bauðst mér alltaf karamellur”

Pása á blogg i vegna klúðurs í pönnukökubakstri… búin að baka næstum úr öllu deiginu… ætlaði að geyma helmingin til á morgun… búin að brenna x margar.

d) Kæra Frk. Sævarsdóttir (ég þarf að fara gifta mig). Þú ert snillingur… besta “kombi”verkefni sem ég hef séð á ævinni minni…

e) Kæra Frk. Sævarsdottir (gifti mig á morgun, auglýsi eftir vitnum, mæting við ráðhúsið kl. 0615). Það hafa orðið hræðileg mistök, ég vixlaði einkunum ykkar Livia. Þú áttir bara að fá 8. Leiðréttist hér með. Með von um fyrirgefningu seint og síðar meir.

Vona að d vinni.

Stelpurnar voru að fá lopapeysur… pr´jonaðar af snillingi hér í bæ. Og peysurnar… omg… hrikalega flottar… Aldís er búin að vera í sinni í allann dag og klæjar ekki. Hjúkkit men!

Spennt að heyra hvað Svala segir þegar hún kemur heim úr skólanum í lopapeysunni.

Á morgun fer ég á fæðingardeildina og ætla rétt að vona að einhverri konunni hér í amtinu þóknist að fæða á dagvaktinni. Þekki sem betur fer ekki neina sem er á tíma, svo að hættan á að vera vísað út vegna kunningaskaps er lítil.

2 Responses to “afhverju fékk ég 10?

  • og hvað, sannfærðist Fúsi um að þú gætir gert tvo hluti í einu??? eða er krafa um að báðir hlutir séu vel gerðir, óbrennt og svoleiðis??? það ilmaði allavega vel baksturinn hjá þér…og síðast en ekki síst; það er alltaf sniðugt að spara klósettpappírinn 😉

  • Guðný og fjölsk.
    18 ár ago

    Namminamm..fann alveg pönnsu ilminn þegar ég las þetta….hefði alveg verið til í að kíkja í allavega 2 pönnsur hjá þér Dagný mín…en verð að taka fram að hann bróðir minn er ekkert smá heppinn að hafa fundið svona fjölhæfa og klára konu…verð nú bara að segja það…;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *