Rúllan

Í haust hef ég gert 3 privat rannsóknir um sjálfa mig eda adra tegund fólks. Ekki er hægt ad birta nidurstødur hinna 2ja ad svo støddu, vegna óróleika á blogginu.

En thetta er rannsókn nr. 2 sem ég birti hérna.

Stundum fæ ég innri óróleika thegar ég er í búd og rúllan klárast á kassanum eda ad thad vantar skiptimynt. Ekki afthví ad ég er ad flýta mér, eda finnst leidinlegt ad bída. Eins og ég hef ádur sagt er ég ordin svo pollróleg í bidrødum, læt mig bara dreyma eda glápi á rassinn á manneskjunni fyrir framan mig. Alltaf hægt ad drepa tímann…

En óróleikinn stafar af ødru, málid er nefnilega ad samkvæmt rannsókninni gerist thad i 7 af hverjum 10 skiptum ad rullan klárast. Af thessum 7 skiptum gerist thad 4 sinnum thegar rødin kemur ad mér. Hin 3 gerast thegar ég stend í bidrødinni. Í 3 af hverjum 10 skiptum stendur „ny i job“ og kassamanneskjan getur ekki gert skipt um rúlluna á edlilegum tíma. Í 6 af hverjum 10 skiptum vantar skiptimynt thegar rødin kemur ad mér. Thá byrja kassamanneskjurnar ad berja staukunum af øllu afli í kassanna og brjóta thá upp.
Mér er alveg sama thví ég hef nóg af tíma… en eru thetta tilviljanir eda skipulagt?
Stundum finnst mér thetta draugalegt. Thetta gerist oftast i Kaupfélaginu.

Thad eru búnar ad vera miklar framkvæmdir i gangi i kaupfélaginu… og stundum hefur hávadinn verid rosalegur og thá heyrir madur ekki hvad kassamanneskjurnar segja… og einum stráklingnum finnst ædislegt ad hafa tilbúid á mida… „hej“ og „ha´en go´dag, mojn“ og svo sýnir hann kúnnunum thetta. Thad er líka alltílagi. Nema einn daginn thad kláradist rúllan og ég var næst… thá teygir hann sig glottandi í mida og penna og skrifar á midann ad hann ætli ad skipta um rúllu… og sýnir mér skælbrosandi.

Ha´en go´dag….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *