88 krónur – Mín er alltaf að græða…
Ég verð nú bara að segja ykkur frá því sem ég upplifði í dag. Ég fór í apótekið til að sækja lyfin mín, já nú er ég orðinn fastur lyfjaneytandi og ekki nema 43 ára… Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Ég fór sem sagt að sækja hormónaplásturinn og ibuprófen. Síðan kom að því að borga.
Þetta verða þá 88 krónur, sagði hún.
Hmm, ertu viss um það, svaraði ég. Ertu viss um að Vivella pakkinn sé með? Ég kunni ekki við annað en að leiðrétta hana.
Já, þetta er fyrir báða pakkana, þú færð 50% afslátt vegna þess að þú ert búin að versla lyfseðilsskyld lyf fyrir meira en 965kr. á árinu.
Vá, frábært! Þetta kom mér svo á óvart að ég ljómaði.
Já og veistu hvað líka, þú þarft bara að versla fyrir 52kr meira til að fá 75% afslátt. Hún skælbrosti mér til samlætis.
Þetta er æðislegt. Bara að getað labbað inn í hvaða apótek sem er og fengið heilan hellings afslátt. Bara sí sona. Alltaf er ég að læra eitthvað nýtt.
Þetta er enn einn ávinningurinn af því að fá sjúkdóm skal ég segja ykkur. Annað dæmi um ágætis ávinning er að ég er með bílastæðamiða í bílnum mínum sem veitir mér rétt til að leggja í ótakmarkaðan tíma við sjúkrahúsið í Sönderborg. Pælið í því. Það er ekki séns að ég fái bílastæðasekt þessa dagana.
Er ekki lífið alveg dásamlegt?
P.s. Á Instagram (Instastory) má fylgjast með þessu dásamlega lífi mínu þar sem ég á það til að stíga stundum út fyrir þægindahringinn. Þar er ég undir Alrun75.