ja, jeg er gift og går til tysk…
Ég er að verða biluð á einangrunarplasti! Ég bý á byggingarsvæði þetta árið. Það er verið að byggja ská á móti til hægri, það á að fara að byggja ská á móti til vinstri og það er verið að byggja fyrir aftan mig. Þar er einangrunarplastið! Og það er alltof oft norðanátt! Hate it! Það er einangrunarplast útum allt í bílnum, útum allt í kjallaranum, útum alla lóð og í hárinu á mér.
En það var ekki einangrunarplastið sem ég ætlaði að skrifa um… það er aukaatriði og einhverntíma lýkur þessu verki fyrir aftan mig. Það eru byggingarmennirnir sem ég ætla að skrifa um. Það eru byggingarmenn ská á móti til hægri og fyrir aftan mig. Við segjum bara svona „hæ“ og svo ekki meira. Þeir eru flestir miðaldra og sumir eru þýskir. Það vissi ég ekki fyrr en einn daginn eftir að við fengum stöffið frá Íslandi og ég hafði fundið gamla þýskukennslubók úr ME. Ég ákvað að bæta þýskukunnáttuna á staðnum. Get nefnilega lítið notað orðin sem ég læri á þýskunámskeiðinu sem ég sækji reglulega… en þau eru: Taschebilljard, Spiegeleierklubben (menn sem eru svo feitir að þeir sjá ekki á sér punginn nema kikja í spegil), sveinerei, saumensch, saukerl, Trockenpflaume og Staubsauger. En þarna stóð ég undir bílskýlinu og las þýska grammatík hátt og skýrt til að Fúsi heyrði örugglega í mér. Hann kom hlaupandi til mín, felldi mig, greip fyrir munninn á mér og spurði hvern andskotann ég væri að segja (vanur að heyra bara dónaorð á þýsku frá mér). Það stæðu nefnilega 3 þjóðverjar hinu megin við bílskýlið og hlustuðu á mig. Fúsi tók bókina af mér og fór með hana á haugana. 🙁
Ég er reyndar fegin að byggingarmennirnir séu miðaldra og svona kamelljón sem falla frekar vel inn í umhverfið. Hefði ekki boðið í það ef þeir hefðu verið í líkingu við þakskiptarana sem voru ská á móti til vinstri síðasta sumar. God… ég roðnaði bara við að líta útum gluggann. Þeir voru reyndar norðurþýskir en bodyin maður lifandi. Þetta var í júlí og það var heitt úti. Þeir voru alltaf berir að ofan og í 3/4 buxum… svona á aldrinum 25-35. Allir kaffibrúnir, tattóveraðir og reykjandi (finnst ekki flott að vera með tattoo og asnalegt að reykja… neeema þarna). Þeir voru eins og klipptir útúr plakati af sveittum, sexy vinnumönnum:Þ. Þeir voru semsagt ská á móti og ég gat falið mig vestan megin við húsið mitt. Ég spurði Anne, sem átti þakið sem var skipt um, hvort hún hefði stílað upp á útlitið þegar þau pöntuðu þakskiptara… „ha nei, afhverju… við fórum í ferðalag á meðan…“ Thanks god… annars hefði þetta pottþétt orðið svona „Gaby Solis og garðyrkjumaðurinn/mennirnir“ dæmi og allt hefði farið í háaloft í húsinu ská á móti til vinstri.
Nú get ég sólað mig og slegið grasið svo gott sem nakin án þess að láta byggingarmennina hafa áhrif á mig því þeir eru flestir í „spiegeleierklubben“ og veita mér enga athygli.
Óborganlegt 🙂