Helgin… man lítið eftir laugardeginum… annað en að við Svala fórum í bæinn og náðum að versla þó nokkuð á 25 mín.
Sunnudagur… sund… sauna… afhverju þurfa sumar konur að liggja með “þið vitið” beint framan í mann? Mér finnst nógu erfitt að vera allsber í litlum klefa með rómantísku ljósi, hvað þá að þurfa að einbeita sér að kíkja ekki á “þið vitið”. Ég sat bara venjulega á bekknum, við hliðina á mér lá fullorðin kona og snéri tánum að mér. Gleymdi alveg að krossleggja lappirnar… ég átti svo erfitt með að kíkja ekki til hliðar… truflar mig ennþá!

Sunnudagur… bíó… með Dísu og Beggu… fórum að sjá Drömmen… snilld.
Á meðan hélt Fúsi sig heima við og reyndi við pizzadeig… (vá hvað þið eruð klikkaðar, datt ykkur virkilega öllum í hug myndin “American pai”?) Nei hann gerði bara heimabakaða pizzu fra a-ö. Stóð sig svo vel að framvegis er þetta hans job… bara þynna deigið örlítið… þykkasta pizzadeig ever… Dísa og fylgifiskar voru svo nýtt í testingu…

Mánudagur… rúsínan í pulsuendanum… why? Rúsinur vondar og pylsur vondar… hver finnur upp á svona orðatiltæki… fáránlegt… mér dettur alltaf e-ð annað í hug….

En eflaust muna einhverjir eftir hátíð dauðans… páskunum í ár… muniði hvað ég gerði alla fu…. páskana??? Ég gerði verkefni sem daglega var umtalað sem “lorte opgave” (hægðaverkefni)… allt gékk á afturfótunum… allt var svo erfitt og ég skilaði ótrúlega ósátt.

En í dag var dagurinn… dagurinn sem einkunnirnar áttu að obinberast á Black board. Ég var virkilega á báðum áttum …. átti ég að kíkja… eða bara bíða eftir samúðar/hughreystingar sms frá bekkjarfélögunum… Fúsi segir að ég sé ótrúlega forvitin… ég kíkti… í vinnunni… fuck… alltíeinu fylltist herbergið af gestum (fyrrverandi innlögð börn og foreldrar, gerist daglega) læknum og hjúkkum… fuck… þetta gat bara ekki passað… jú… setti reglustiku á skjáinn til að vera viss um að þetta væri mitt nr og mín einkunn…. var þetta örugglega mitt númer?… loggaði mig út og inn aftur… jú þetta var mitt nr. og mín einkunn… fucking góð einkunn fyrir lorte opgave…. missti mig og fór bara næstum að skæla fyrir framan ALLA. En fór náttúrulega ekki að skæla… sagði “næstum”. En allir fengu að vita þessa fínu tölu… Ju hvað ég er yfir mig lukkuleg.

Góða nótt.

8 Responses to “

  • Hafdís
    18 ár ago

    Til hamingju með góðu töluna. Alltaf mun betra að ganga vel……ég hef trú á þér í þessu.
    Kveðja Hafdís

  • Guðný og fjölsk.
    18 ár ago

    Innilega til hamingju með TÖLUNA!!!!!
    Dugleg stelpa…
    knús og kossar….
    Guðný og fjölsk. í Suðursvölum

  • Frábært hjá þér!!! Til hamingju með þessa flottu einkunn. Og takk fyrir samveruna í bíóinu á sunnudaginn.
    Hilsen, Begga

  • Já og hver var talan svo????? Og til hamingju með hana!!! Og þú getur bara meira en þú heldur!!!! hilsen pilsen

  • Til hamingu með þessar fínu einkanir, kíki oft inn á síðuna ykkar en er frekar löt að kvitta fyrir mig og er svo alveg hissa á því hversu lítil viðbrögð ég fæ á mína síðu þrátt fyrir að það eru altaf einhverjir sem eru að fara þangað inn. En ég er sammála því að það er leiðinlegt að vita ekki hverjir koma í heimsókn. Bestu kveðjur frá Héraði.
    Olla frænka í allar áttir.

  • Dísa
    18 ár ago

    Ég er sko alveg sammála þér með saunað…er ekki alveg að fíla það þegar maður er „neyddur“ til að horfa á leyndardóma annarra kvenna á almannafæri….Við erum kanski svona miklar teprur! Til lukku með fínu einkuninna þína…efast aldrei um þig, enda stendur þú þig alltaf með príði…
    Takk kærlega fyrir skemmtilega bíóferð um helgina….hlakka til næst!
    Knus og kram
    Dísa

  • vá met í kvitti… takk fyrir mig… og já einkunin… gleymdi alveg að segja skrifa sjálfa töluna… sorry sorry sorry!!!

  • hehehe LOL
    ég fékk 10 sem var framar öllum vonum…. og það sem betra er… við vorum 4 hæstar… engin 11 eða 13….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *