ÉG Á ENGIN FÖT!!!
„Ég á engin föt“… sagði ég við Fúsa í fyrradag… „og alls engar buxur“
í dag er ég í fríi og það er ekkert sérstakt útiveður… eiginlega ekkert veður. Sem þýðir að ég slepp ekki við að punta örlítið upp á híbýlið. Ég byrjaði niður í herbergi… bjó um rúmmið og fór svo í fatahrúguna. Þar lá eftirfarandi:
- 8 buxur (þar af 3 gallabuxur, 1 harembuxur, 1 afklipptar íþróttabuxur, 1 óléttubuxur og 2 öðruvísi buxur)
- 2 leggings
- 5 einhverskonar kjólar/tunikkur
- 1 fín flík að ofan
- 1 langermabolur
- 2 hálsklútar
- óteljandi einstæðir sokkar
- 1 útipeysa
- og fleira sem ég man ekki hvað heitir!
- Og ég er ekkert að grínast í ykkur í dag og EKKI að ýkja!
Á þetta eftir að vera svona alla ævi? Vex ég virkilega aldrei uppúr þessum fatahrúgum?
ÓLÉTTUBUXUR???????
Nei darling …. við sem erum svona svakalega ungar í anda vöxum/yxum/vuxum (vernig fj, er þetta eiginlega skrifað???) ALDREI uppúr fatahrúgum!!! Once they are there, they are never going to leave you!!!!