Ég var að taka til í dvd um daginn og fór þá að sakna mynda og útfrá því fór ég að sakna hluta sem hafa horfið og ég hef ekki fundið aftur. Hér kemur listi:

  • DVD Englar alheimsins
  • Rauði 2006 toppurinn sem bara hvarf enn góðan veðurdag

  • DVD Drømmen
  • Mittið á mér… var ca 70cm þegar ég sá það síðast
  • DVD Næturvaktin
  • Jeppinn sem mér finnst endilega hafa verið í innkeyrslunni einhverntíman
Í allt eru þetta 6 hlutir… ef þið verðið vör við þá, þó ekki væri nema mittið, toppinn og jeppann, yrði ég yfir mig glöð.

One Response to “

  • snorri
    15 ár ago

    ég er með mittið. er ekkert að nota það lengur, mátt alveg fá það aftur.