(ef það er stjarna fyrir framan orð, er orðskýring neðst í færslunni)

Fann hjá mér gríðarlega þörf fyrir að segja ykkur frá hvernig MÉR líður á ákveðnum stöðum í byggingarvörumörkuðum. Þegar maður ætlar að segja fólki og þar af einhverjum frekar ókunnugum, frá því hvernig manni líður… þegar maður opinberar tilfinningar sínar, þarf maður að setja sig í ákveðnar stellingar. T.d. koma sér vel fyrir í sófanum með frokostinn sinn. Froskostinn minn í dag er frekar gamalt kaffi, lagað í gegnum eldhúspappír (ekki til kaffifilter) og afgangssúkkulaði úr silfurpáskaegginu sem ég fékk frá vinnunni.

(Ef einhver ætlar að fara að setja útá frokostinn minn og tala um hollustu eða herbalife, er sá hinn sami beðin um að enduskoða líf sitt)

Ég fer reglulega í byggingarvörumarkaði… stundum ein og stundum með *VIR. Ég á mér uppáhalds byggingarvörumarkað. Það er Bygma. Ekki afþví að úrvalið er meira en annarsstaðar heldur vegna þess að starfsmennirnir daðra mest af öllum byggingarvörumarkaðsstarfsmönnum (afhverju eru mörg ísl orð svona löng???). Og maður fær langbestu þjónustuna í Bygma. Annars er oft fullt af stelpustöffi í svona búðum. Lýsing, garðmubblur, garðskraut, blöndunartæki og fullt af garðvinnuhönskum í allavegana litum. Þegar ég er ein finnst mér mjög gaman og ég kaupi oft allskonar hluti… oftast samt fullt af allskonar garðvinnuhönskum.

Þegar ég er með Fúsa, finnst mér gaman á köflum. Þangað til við komum að skrúfudeildinni. Ég skil ekki afhverju það getur verið svona mikið mál að velja skrúfur?!? Eða að spítnadeildinni… að standa í ca 15 min fyrir framan langar spítur sem teygja sig mislangt til lofts getur gert útaf við mig. Fúsi spáir og spegulerar… í verði og gæðum, lengd og þykkt… reiknar og reiknar… spyr svo MIG! Hvað finnst þér ástin mín? 🙂 þá er mér löngu farið að líða eins og stórri könguló, sem er lokuð oní pínulítilli glerkrukku… afþví að Óla litla langaði í könguló og ætlar að eiga þessa og mamma hans leyfði honum það… og gaf honum litla glerkrukku með loki og var ekkert að spá í að snýta **krakkanum. Ég fæ svona óþolstilfinnningu alveg frá þvagrás.. upp ígegnum legið, áfram upp í þindina… stoppar svoldið þar og treðst svo inn í stóru slagæðina og eftir það er leiðin greið alla leið upp í heila! Ég byrja að titra dauft og anda hratt. Segi við Fúsa: „fljótur“… öskra svo á Fúsa: „FLJÓTUR“… ég næ virkilega ekki andanum. Man líka eftir því þegar við vorum að velja klósett! Guð minn góður! Að fara búð úr búð og standa fyrir framan tugi klósetta og ímynda sér hvað ætti eftir að fara óní þau. Ég var ekki að meika það val. Eina sem ég hafði um þetta að segja var að ég vildi ***soft close setu. Oft líður mér það ílla þegar það er verið að skoða t.d. spítur og skrúfur að ég þarf að setjast. En það er aldrei biðstóll fyrir óáhugasamt fólk í byggingarvörumörkuðum. Fúsi getur lagst niður í Esprit í Flensburg!

* orð úr latínu (held ég) yfir eiginmann, mikið notað á sjúkrahúsum í skrifuðu máli

** Óli er bara barn og oftast með hor með sandi í, lekandi úr nefinu. En hann gerir sér ekki grein fyrir hvernig köngulónni líður og mömmu hans er alveg sama!!!

*** fékk soft close setu og er mjög ánægð með hana 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *