Örlítið framhald af síðustu færslu…

Ég fór með pappírana verðmætu (*400kr virði) beint niðrá pósthús og sendi þá til Noregs. Var treg til að láta þá af hendi (vegna verðgildisins) og afhenti því **póstafgreiðslukonudvergnum þá með lokuð augun. Til Norges fóru blöðin 4 og nokkrun dögum seinna fæ ég bréf og gíroseðil. Til þess að umsókn mín verði skoðuð þarf ég fyrst að borga 990kr. Er verið að rýja mig inn að skinni eins og rollu síðla veturs??? 1390kr fyrir að láta 4 blöð af hendi og fá eitt í hendi í staðin!!!

Að allt öðru og mikið ruglingslegri aðstæðum.

Okkar kæru marsvín enn og aftur 🙂

Þegar ungarnir hafa fæðst hafa allir fengið nafn með það sama. Þar sem ekki er hægt að toga í typpið á þeim, eins og á folöldum til að staðfesta karlkynið og útiloka kvenkynið, hafa the animals fengið nafn eftir útliti og áhugamáli nafngefanda (einskonar prests) hverju sinni. Þessvegna gaf ég Bill og Beatrix sín nöfn. Þau passa fínt. Til að kyngreina marsvín þarf maður að vita að ***“i“ kynfæri er strákur og „Y“ kynfæri er stelpa (stendur á netinu). Og ég er nú ekki týpan sem er kíkjandi á kynfæri annarra (nema honum sem ég er gift með) og þessvegna er Rosalie, sem er unglingur og ósköp falleg, með i á kynfærunum… sem sagt strákur… Rosalie er strákur!!!  Alice líka og Jacob er stelpa! Edward er strákur… sá eini sem veit að hann á að vera fyrir aftan! Meiri ruglingurinn með þessi marsvín… setur heimilislífið algjörlega á annan endann!

*öll verð eru upp gefin í dönsku krónunni sem stendur ágætlega

**póstafgreiðslukonudvergurinn er kona á pósthúsinu sem lítur alveg eðlilega út þegar hún er að afgreiða, en ef hún þarf að sækja e-ð, t.d. pakka og stendur upp, er eins og hún detti niður í holu á bakvið borðið… þetta er hrikalega fyndið og getur gert pósthúsferð að skemmtilegustu athöfn dagsins!!!

*** ef maður tekur marsvín, leggur það að bakið og glennir afturlappirnar í sundur og sér bókstafinn i, er það strákur… en ef bókstafurinn Y blasir við manni er það klárlega stelpa!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *