Muniði eftir færslunum fyrir ca ári síðan sem fjölluðu mikið um mótlæti mitt á marsvínum? Ég rökstuddi harkalega að marsvín og önnur nagdýr, ásamt fuglum og fiskum, eðlum og skordýrum væru ekki gæludýr. Ég stend fast á þeim rökstuðningi… nema hvað ég dreg marsvínin út úr þessum hópi. Eftir að Beatrix og Bill höfðu dvalist hjá okkur í ca 9 mánuði byrjaði ég að fá tilfinningar fyrir þeim.  Beatrix og ég skiljum hvor aðra, tölum svipað tungumál og höfum sama humor. Bill er bara með. Síðan eignuðust Beatrix og Bill unga. 5 stikki! Einn dó, 3 voru gefnir og Rosalie býr ennþá heima. Seinna eignuðust Beatrix og Bill aftur unga. 3 stykki. Jakob, Edward og Alice. Nú búa Bill og Rosalie saman þangað til fljótlega því Rosalie er bráðum að verða kynþroska og Bill er nokkuð sama um skyldleikaræktun… spólgraða marsvín. Beatrix býr með restinni. í síðustu viku var öllum smalað útí skúr eftir að hafa verið hýst niðrí kjallara yfir veturinn. Lyktin er farin en við Beatrix söknum hvor annarrar… hún ílir á mig þegar hún heyrir mig koma á hjólinu… grátbiður mig um að hleypa sér útí vorið en það væri glapræði… það myndi brenna spenana hennar af því það er búið að dreifa áburðinum á túnið.

En allavega… eldgos á Íslandi! Elska eldgos á landinu mínu. Verð svo óendanlega stollt þegar ég svara endalausum spurningum fólks um þetta náttúrufyrirbæri. Fæ tár í augun þegar ég horfi á fréttirnar og sé myndir af þessu. Finnst ég koma frá merkilegasta skeri í heimi. Gat næstum ekki dansað salsa í kvöld því mig langaði svo að segja öllum frá þessu… en engin spurði… líklega því engin hefur hugmynd um hvaðan ég kem. Í kvöld kenndi Osmel okkur… hann talar bara spænsku! Eftir tímann var „general forsamling“ og fólk beðið um að vera áfram… allir hóparnir voru til staðar og ég fékk alveg tak í vissa staði og sá fyrir mér ALLT kvöldið ónýtt! Þetta tók 15 mín! Þetta var sá „stuttasti“ fundur sem ég á ævinni hef verið á! Fékk appelsín og náði ekki að klára 33cl.

Að lokum… ég held fast í þá skoðun mína að það á ekki að fara inná skemmtistaði, né veitingarstaði í lopapeysum! (undantekning: tjaldið á landsmóti hestamanna)

2 Responses to “

  • Begga Knútsd.
    15 ár ago

    Mér finnst frábært að þú skulir vera búin að tengjast þessum dýrum svona vel Dagný, kannski sérstaklega dýranna vegna. Og það er sko bara gaman að heyra þig spjalla við hana Beatrix vinkonu þína 🙂
    Ég hélt nú að þú værir orðinn svo mikill DANI að þú fyndir ekki fyrir svona tilfinningum í garð skersins fallega ;o) En það er gott að þú ert vel tengd því líka (eins og Beatrix)…
    Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Dagný, mér finnst þú hrikalega skemmtilegur penni ;o)
    Kv. Begga

  • dagny sylvía
    15 ár ago

    takk Begga 🙂
    ég verð aldrei dani og á alltaf eftir að elska íslenska náttúru 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *