Au-pair óskast!

Ég er að auglýsa eftir Au-pair. Já þið lásuð rétt. Ég er að nýta mér heimsóknir og lestur bloggsins míns til að auglýsa eftir Au-pair fyrir fjölskylduna sem Aldís var hjá í París 2016-2017. Hér er færslan um þegar hún fór og mætti á staðinn. 

Aldís þegar hún tók á móti okkur í París í desember 2016.

Fjölskyldan hefur enn ekki fundið rétta Au-pairinn fyrir haustið og spurðu hvort við vissum um einhvern sem langaði til að búa í Le Vésinet, 16km frá miðbæ Parísar í tæplega ár og vera hluti af fjölskyldunni þeirra.

Ég hjálpa þeim með mjög góðri samvisku því Aldís var ofboðslega ánægð hjá þeim. Fjölskyldan er með heimilishjálp, svo að Aldís þurfti ekki að vinna nein heimilisverk, hún fór með börnin í skólann á morgnanna, fór síðan sjálf í frönskuskóla og þegar hann var búin, var frítími þangað til hún sótti börnin aftur. Hún var að fá betur borgað en flestar af hinum Au-pair’unum sem hún kynntist. Hún fór með þeim í ferðalög innanlands og var hluti af fjölskyldunni.  Aldís eignaðist margar góðar vinkonur, kærasta og myndaði sterk tengsl við París. Við heimsóttum Aldísi og fjölskylduna einu sinni og okkur fannst þau yndisleg. Hér er færsla um þá ferð.  

Svo ef þið, kæru lesendur, þekkið einhverja unga, góða og ábyrgðarfulla manneskju sem er ekki búin að gera ráðstafanir fyrir næsta ár og gæti hugsað sér að dvelja í París, þá þætti mér vænt um að færslan væri send á viðkomandi. Já eða ef þið viljið kannski bara deila henni.

Ef áhugi er fyrir hendi, þá er best að hafa samband beint við Emmanuelle (mömmuna); sjá upplýsingar neðst í færslunni.

Við báðum  Emmanuelle um að setja saman smá texta og hér er hann:

We are a french family, with 2 lovely children, Jeanne (11 years old) and Lucien (9 years old). They are doing lots of activities: Jeanne is doing synchronized swimming (competition level). Lucien is playing tennis and soccer. My husband Samuel and myself are working in IT companies.

We lived 4 years in Ireland. We came back nearly 3,5 years ago. We had first an irish Au Pair, called Mia, then Summerly, American, then Aldís, Icelandic, and finally Wayne, American boy who is still here with us until beginning of July.

We are leaving not far from Paris, very easy transportation (20mn from Paris by train). The area is wonderful, lots of trees, beautiful houses, and very calm. We are closed to Saint Germain en Laye, where more 200 Au Pairs are living as many expat families are living here. You have french lessons in Saint Germain en laye (10 mn from our house). Our house is very nice, with a huge garden and a swimming pool. Lovely during the summer time.

We are waiting from our Au Pair – to help our children doing homework at least in english at the start. – To drop and collect our children every day at school (driving license mandatory) – to drop them to activities – to entertain them at home (no TV oriented, no video games) and to make them doing sports activities in the garden, arts activities – sometime to prepare food when we are late – to speak with them in english all the time, and french with us! – to be kind, funny, patient as well but also able to ask for respect to our children. They are not supposed to do all what they want. So a litte bit of authority (in a nice way) would be great as well!

Period required: from beginning of september until beginning of July.

Best regards

Emmanuelle

emmanuellegrelier@gmail.com

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *