Svalan mín kom niður til mín í morgun…
„mamma…!“
ég (sofandi): „hmm“
mamma, ertu heima í dag?
hmm já kannski…
ég er sko að koma með 2 stelpur heim og við ætlum að hugga og horfa á NEW MOON, ertu til…
WHAT, HUGGA OG HORFA Á NEW MOON… ÞAÐ ER EKKI HÆGT!!! ÞAÐ ER EKKERT HUGGULEGT VIÐ AÐ HORFA Á NEW MOON Í 30TUGASTA SKIPTIÐ!!!
æ mamma, jú við ætlum að gera rosalega huggulegt í herberginu mínu og ég var að spá í hvort þú gætir búið til Nachos handa okkur… eða meigum við kannski horfa niðrí stofu???
Þetta er e-ð sem ég er ekki að fatta… myndin er ekkert sérstök og hvað þá til að horfa á í tugi skipta! Og nachos á þriðjudegi… þetta er meiri luxus kynslóðin sem maður er að ala upp!
Annars var ég í salsa í gær… hef ákveðið að skilja giftingarhringinn eftir heima héreftir og vera bara „single“ eins og hinir. Nenni ekki að þessi „gifta“ lengur og láta sniðganga mig. Ef einhver tekur eftir breytingu, þá segist ég bara vera nýskilin… í gær!
Rosalega langar mig í sund á Íslandi núna… það er fátt meira frískandi en að labba um bakka sundlaugarinnar nánast nakin í nístingskulda og dýfa sér svo oní líkamsvessa bæjarbúa tilblönduðum klór.
Er að bíða eftir póstmanninum… á von á pakka! Pakka með lopa í! Er langt komin með Svölu peysu og get því bráðum byrjað á næsta verkefni. Er að verða nokkuð flink, er líka að gera svo stjarnfræðilega erfið stykki að þetta er sko ekki fyrir hvern sem er! Er samt komin í svolítið vandræði… finnst eiginlega sígildar lopapeysur svoldið sveitó. Líka mín! Er ekkert viss um að það sé við hæfi að vera í svona flík inn í miðjum bæ. Var reyndar að heyra að fólk fer í svona sígildum á djammið í Reykjavík… og hef séð fólk í svona sígildum á Penny Lane… þetta gengur alveg framaf mér! Þeir einu sem meiga fara í lopapeysum á djammið eru Borgfirðingar á þorrablót. EKKI AÐRIR!
Jahá Dagný, þetta er sko lúxus kynslóð sem við erum að ala upp, en það er nú bara gaman að því ;o)
Lopapeysur eru alveg í lagi inn í miðjum bæ, þó að það séu þessar sígildu…
en við erum sammála að maður fer ekki í lopapeysum á djammið??? er það ekki? 😉
en niðrí miðjum bæ… þá þarf maður að passa sig á að vera ekki sveito að neðan… maður þarf að vera pæjulegur að neðan til að vega upp á móti sveitalopapeysunni 😉