sønderskov

Í morgun fór ég í hjólreiðartúr ársins (enn sem komið er).
Ætlaði að hjóla niður í bæ og nú í smádót í Matas, ákvað að koma við í skóginum og endaði með að hjóla í 2 tíma. OMG hvað ég elska þennann skóg. Þvílík kyrrð, þvílík fegurð, þvílík sól. Sýndist ég hafa misst af animónu-tímabilinu þetta árið. Virtust vera að lognast útaf… höfum farið árlegann bíltúr í Nörreskóginn á animonu-tímabilinu en það gleymdist víst í ár.

Mundi sólgleraugun til að fyrirbyggja skorýr í augað. Gerði mitt besta til að hafa munninn lokaðann og að anda aðeins út í gegnum nefið. Þegar ég var byrjuð að líta út eins og vagúmpakkaður kjúklingur, gat ég ekki meir. Opnaði munninn og dróg andann djúpt að mér… plús flugu!!! Hate it, hate it, hate it! Hrækti og hóstaði, ropaði og hrækti meira… Ekkert gerðist, fluga sat föst í hálsinum á mér. Ógeðslegt…. fékk bráðahálsbólgu… (er það hægt?)

Gæti verið:
a) ímyndun
b) fluga sjálf með hálsbólgu (bráðasmit)
c) fluga klóraði og beit
d) fluga með aðra sýkingu sem ollir hálsbólgu hjá mannfólki.

11 tímum seinna: fluga enn föst í hálsi

Hvað er verst:

a) fluga í auga
b) fluga í munn
c) fluga í nef
??????????????

Hef prófað allt. Allt ógeðslegt, get ekki hugsað um það… get því ekki svarað.

Seinna í hjólatúr:
Ætlaði að leggjast á bekk og horfa út á hafið og yfir á Kegnæs… parkeraði hjólinu mínu á bak við bekkinn og gekk framfyrir bekkinn. Ó nei, gat nú verið… önnur tegund af flugum. Í þetta skipti meðalkúkabrúnar, kafloðnar, með spjót á nefinu eins og sverðfiskur og í laginu eins og feitar orrustuþotur.

Panikaði

til skiptis miðuðu þær á mig og dekkin á hjólinu.

En þar sem ég get svo innielga tekið mig saman og haft svo mikla stjórn á mér, tókst mér að grípa í hjólið (sem betur fer læsti ég ekki) og hjóla eins og “fætur” toguðu í burtu.

Ef ég hefði ekki brugðist svona skjótt við hefði ég ekki komist á kvöldvakt í kvöld.

Lækkert missionið… er orðin svolítið dekkri á hörund og búin að naglalakka yfir íþróttaskaða nr. 1.

Það versta í dag:
Fúsi segir að því þyngri sem ég verð, því lappastyttri verð ég.

Áhyggjuefni vikunnar:
Of umfangsmikið í þessu bloggi, kemur kannski næst.

Góða helgi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *