miðvikudagur

Í dag er miðvikudagur og þá er ruslið tekið. Þeir voru óvenjuseint á ferðinni í dag og ég var því komin á fætur og klædd þegar þeir birtust. Fyrst fóru þeir til Peters nágranna. Voru greinilega í rosalega góðu skapi og tágrannir. Já og mjög ungir. Í appelsínugulum göllum… finnst endilega eins og þeir hafi verið bláir síðast þegar ég var vakandi. Ég fékk strax slæma samvisku yfir að hafa sett blýþunga myglaða hluti í pokann í gær. Svo að ég gerði mér ferð út og gaf fuglunum.

Ég: „daw“

hann: „öhh hæ“

Ég: „á ég að hjálpa þér með pokann?“

hann: „hehe nei nei þetta er alltílagi“

Ég: „hann er svoldið þungur sko“

hann: „jája það er alltílagi, ég er vanur þungum pokum“

Ég: „þú verður að passa bakið á þér… þú átt bara eitt bak blablalba“

Hann: „já já“

Ég: „á eg ekki að hjálpa þér þá?“

hann: „NEI“

Asni!

Ég hefði alveg verið til í að hjálpa þeim í götunni okkar, hefði kannski fengið að færa ruslabílinn og svona. Já og drukkið kaffi úr stálbolla undir stýri. Ég hefði allavega ekki blindast af bílunum sem koma á móti… gvuð ég get svo svarið það… ég er orðin svo ÞREYTT á að keyra um í fólksbíl… ég sé EKKERT… allir hinir blinda mig og ég sé lítið annað en gangstéttarbrúnina til vinstri. Mér finnst þetta svo óendanlega osanngjarnt að bara sumt fólk eigi jeppa en ekki ég. Þótt það væri ekki nema jepplingur… t.d. BMW svartur, eða VW svartur eða AUDI svartur. Það myndi strax hjálpa!

Nú tala allir um snjóinn… líka þeir sem hringja fra Íslandi… þeir tala um snjóinn i DK. Ef þessi blessaði snjór bara vissi hversu þungt hann liggur á tungum landsmanna og nágranna þeirra í 4000km fjarlægð. (eða hvað er annars langt til ísl í km?) Mér finnst snjórinn fínn… ekkert orðin pirrí pí á honum ennþá… velti samt fyrir mér hvað verði um vetrarblómin sem eiga að vera komin upp fyrir löngu… drepast þau, bíða þau eða eru þau komin upp undir snjónum… veit næstum ekkert um blóm. En það sem ég hlakka mest til þegar snjórinn fer er að vorið kemur… ég vænti þess að vorið skelli á með ósköpum og allt springi út á augabragði og sólin skín af svo miklum krafti og hita að ég geti farið í sólbað og fengið freknur! Ég hefði virkilega þurft að fara niður í Evrópu í ár í skíðaferðalag… til að fá smá lit í andlitið. Þetta er líklega hvítasti veturinn minn í yfir 2 áratugi. Og ekki ætla ég í ljós… því það er svooo í tísku að vera nátturulegur og ökologiskur! Það er líka þannig að fólk sem er háskólamenntað fer minna í ljós og borðar meira ökologisk en aðrir og ég er pottþétt í þeim hópi… :-/

Eigiði góðan dag gott fólk (ég er farin með Skvísu niður í bæ að bruncha)

2 Responses to “miðvikudagur

  • Sveina Peta
    15 ár ago

    Vá ég var ekki búin að sjá ða þú bloggaðir !!!

    Þú ert einn fyndnasti penni sem ég veit um , Ekki hætta að blogga !!!

  • Skil EKKRET í þessum gæja!!!
    Hann veit sko ekki af hverju hann var að missa!!!!

    Ég ætla sko í ljós …… þoli ekki að vera svona gegnsæ og blá!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *