J og L

Heimilisfólkið á Möllegade innheldur eina 12 ára. 12 ára er stúlkukind sem er öflugt á netheiminum og lifir lífinu á vinstri akgrein. Þessvegna er hún svakalega fljót að pikka á lyklaborðið. Hún hefur aldrei lært fingrasetninguna og telur hana hinn mesta óþarfa. Hún pikkar á lyklaborðið á geysilegum hraða og horfir ekki á puttana. Öll hreyfing virðist vera tilviljunakennd. Föður og móður hefur oft blöskrað hraðinn og spurt hvernig hún fari að… Sú 12 ára brosir bara. í dag krafðist móðir svara.

Móðir: „hvernig ferðu að þessu þegar það engin regla a slætttinum hjá þér?“

12 ára: „ég veit hvar J og L eru…“

Móðir: „og??? það er engin logik í því“

12 ára: „þá hlýt ég að vita hvar allir hinir eru… daaaa“

3 Responses to “J og L

  • hahahah, það er gott að hún er með þetta á hreinu 🙂

  • Ágústa
    15 ár ago

    Hahahaha…. snillingur 🙂

  • já en ekki hvað????? …….. vá hvað ég er ekki að skilja hana!!!

    Kvíði því mest þegar ég eignast IPad-inn minn (þú veist litlu lófatölvuna ITouch sem er orðin stór …… svo ég og hitt gamla fólkið getum séð á hana líka!!!) ……. að það er ekki upphleypt F og J á henni þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að pikka blindandi á hana!!!! …… en það kemur eflaust eins og allt annað ……. með æfingunni!!!!

    En þessir krakkar eru ótrúleg ……. bíddu bara þangað til hún fer að læra á bíl!!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *