Þetta blessaða blogg. Alveg dottið úr tísku. Fáir blogga og fáir lesa. Sorglegt. Það voru svo margir góðir bloggara hérna um árin. Á bloggárunum. Það voru líklega ár í líkingu við síldarárin… nééé það er líklega tvennt ólíkt… á bloggárunum sat hver í sínu horni og festi hugsanir sínar á netið… á síldarárunum unnu menn og konur saman í slepjunni af síldinni allan liðlangan daginn og svo var dansað og farið í sleik á nóttunni. Þar var aldrei neinn í sínu horni.

Síðan síðast, sem var fyrir jól, er ég búin að læra örlítið á fjarstýringuna… kann að fara á 5 helstu stöðvarnar mínar ásamt pornostöðvunum. Fann RUV. Ó jú… og þar sem ég er svo innilega heppin alltaf, er engin sjónvarpsdagskrá á RUV á virkum dögum fyrr en líða fer að kvöldi, sem gerir það að verkum að ég get hlustað á Rás2. Feitt… hef alltaf fundist Rás2 góð rás… svona svipað eins og P3 (nema ég næ ekki p3 almennilega, alltaf smá suð). Og nú veit ég alveg helling um hvað er að gerast á Íslandi… Icesave, söfnun fyrir Haiti, söfnun fyrir handboltastrákana og hálka hér og þar á ýmsum heiðum.

Finnst frábært að hafa RUV. Hef getað horft á alla íslensku leikina 🙂 Á morgun verður mín heitasta ósk að „við“ tökum frakkana… er reyndar á kvöldvakt og sé því bara brot úr leiknum… en er að velta því fyrir mér að taka með mér bjór í vinnuna og gefa sjúklingunum ef ísl vinnur. Fengi nú marga plúsa þar 🙂

Er eiginlega ekki búin að jafna mig eftir gærkvöldið… er svo sár og svekkt yfir að danirnir hafi tapað. En ef maður spilar ekki betur, á maður ekki skilið að komast áfram… þetta sagði L. Jörgensen og mikið rétt. En samt ergilegt, endalaust ergilegt… alltaf svo gaman að horfa á fallega karlmenn samankomna i hóp… er meira og minna skotin í öllu liðinu. Fúsa finnst það ansalegt… hann er líklega búin að steingleyma þegar hann harðnaði á vissum stöðum þegar Ragnheiður Clausen þula, þuldi upp dagskrá kvöldsins hérna áður fyrr. Hún hefði líklega ekki orðið svona þunglynd ef hún hefði vitað hvernig áhrif hún hafði á karlmenn á landsbyggðinni. Í febrúar 1998 fengum við svimandi símareikning… Fúsi hafði meldað sig veikan í vinnunni einn daginn í janúar og nýtti þennan dag í að hringja í rás2 og kjósa kynþokkafyllstu konu ársins. Hann hringdi 1225 sinnum og kaus Ragnheiði Clausen. Hvert símtal kostaði 99 kr.

Nú er niðurskurður hjá RUV. Hefur aldrei hvarflað að neinum að slaufa þessum blessuðu þulum??? Og Adolf Inga? Ef þulunum væri slaufað, væri kannski hægt að nota brot af þeim sparnaði í að sýna e-ð annað og e-ð örlítið dýrara en Leiðarljós… já og afhverju er leiðarljósmarathon um helgar… bað einhver um það?????? (Þetta var líka í sjónvarpinu áður en við fluttum frá Íslandi fyrir ca. 40 árum!)

Vantaði ekki einhverjum marsvínaunga? Svo sætur kremlitaður hnoðri… skal borga 50kall með honum!

Stelpurnar mínar komu með þá snilldarfrétt í gærkvöldi að Beatrix (marsvinamamman) væri ólétt aftur… ekki gat ég rengt það, þar sem vömbin á henni var frekar sver í báðar áttir. Hvað geri ég nú? Erum ekki einusinni búin að losna við síðasta ungann úr síðasta goti. Annað hvort þarf eg að nauða meira í læknunum a deildinni minni um að gelda Bill eða splæsa í dýralækni.

Nu moksnjóar… alveg kyngir niður og þarsem snjómokstur flokkast undir kvennmannsverk á mínu heimili þarf ég að hundskast út.

Góða helgi kæru landar og góða leiki 🙂

3 Responses to “

  • Æi hvað það er notalegt að lesa bloggið þitt. Verð að viðurkenna að maður var nú bara farin að sakna þess:) Kanski maður fari að dusta rikið af lyklaborðinu…Þetta er svo miklu skemmtilegra (og dýpra) heldur en Facið, þó að það sé nú ágætt. Annars skemmtilegt blogg eins og alltaf hjá þér. Hlakka til að lesa meira…sem ég geri ráð fyrir að ég fái úr því að þú ert komin í gang. Knús í hús og áfram Ísland!

  • Begga Knútsd.
    15 ár ago

    Það jafnast nú fátt á við að lesa gott blogg í vinnunni ;o)
    Gaman að þú skulir henda inn bloggi við og við, ekki hef ég nennt því leeengi…
    Takk fyrir að taka á móti okkur til að horfa Íslandsleikina á Evrópumótinu, það var sko bara gaman 🙂
    Og þetta með snjómoksturinn, fer þetta ekki að verða komið gott af snjó hjá okkur, hef bara hreinlega ekki tíma til að vera endalaust að moka gangstéttina til að Pétur og Páll úti í bæ geti gengið þar með góðu móti :-S

  • NÁKVÆMLEGA!!!!
    Svoooooooo sammála þér!!!!

    En það er ALLTAF gaman að lesa bloggið þitt …… hef bara ekkert verið að kíkja við undanfarið þar sem þú varst nú eiginlega alveg dottin úr blogggírnum!!!!

    En ég veit!!!! …….. ef þú bloggar fyrir mig ….. þá skal ég blogga fyrir þig ;o) …… hvernig hljómar það???

    Mér finnst nebblega svo gaman að blogga …… og ennþá meira gaman þegar ég hef einhvern til að skrifa fyrir ;o)!!!!

    Díll????

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *