Þetta er nú meira ástandið… okkar dásamlega danska sumar skall bara á sí sona…. þrátt fyrir að kalanderinn segi VOR. Ég er sátt! Og veðurfræðingarnir vara við austangolu við austurströndina… ég og mín fjölskylda búum á austurströndinni en samt á vesturströnd Als.
Merkilegt, og við fáum austangoluna… samt er heitt… hjólaði heim úr vinnunni í dag, niður Aldi brekkuna á dúndur ferð, heyrði hvorki né sá fyrir golunni en samt var mér einkennilega heitt á stuttermasumarkjól. Ekki breytingaraldurinn… það var heitt. (ég er ýkt ung)

Viftan enn í kjallaranum, stelpurnar eiga erfitt með að sofna á kvöldin og sturtan er stillt á ca. 30 gráður ístaðinn fyrir 43 gráður (á veturna).

Í gær gomlaði ég svo miklu í mig að ég líktist “5mán.áleið” kl 2310.
Byrjuðum á rúnnstykkjum og bakarísbrauði, svo voru það rúgbrauðsmatar í hádeginu, síðan fermingarveisla með kjöti og kökum, og síðan grill í Handiwitt með kjöti og köku.

Ég verð að bæta við “lækkert mission” listann.
Verð að bæta þröngu magaskinni við á listann. getur madur fengid endaþarmsprolaps? (þegar plássið minnkar)

Löppin ætti ekki lengur að vera hindrun fyrir magaæfingum. Bara svo þægilegt að nota þá afsökun.

Núna er ég að baka köku… Aldís er að fara í bekkjarferð á morgun og gista þau eina nótt útí Troldhöj. Aldís vill hafa Gulrótarköku frá Dísu með sér. Minnsta mál. Átti reyndar ekki gulrætur í dós og aldrei aldrei nenni ég að rífa niður alvöru gulrætur… En lumaði á frosnum gulrótum… nennti ekki að sjóða þær… bara hita upp að suðu… en það var ekki nóg… hrærivélin maukaði ekki… fuck… eyddi ca. 30 min í að fiska upp gulrætur og reyna stappa…. gekk ekki… of harðar… lorte gulrætur…. gafst upp…. hver hefur líka lyst á köku sem flugurnar eru búnar að kroppa í, í 25 stiga hita inn í skógi? Tíndi slatta af gulrótum upp úr og henti, lét restina bara flakka í formið… krossaði fingur… ætlaði svo að losa hrærurnar af vélini… eða þeytaranum eða what ever… og ýtti á vitlausann takka… ýtti á starttakkann með krafti og…. reynið að ímynda ykkur hljóðin í mér og útlitið á eldhúsinu kl. 2115… þegar það eru 45 min í háttatíma í dag… ok ef þið gátuð ímyndað ykkur… þá finn ég samúðina frá ykkur örugglega fljótlega.

Þannig að nú er ég bara að bíða eftir að kakan bakist…. og ætla að vakna korteri fyrr á morgun og gera kremið þá.

Á sínum tíma hef ég skrifað uppskriftina upp eftir Dísu í uppskr.bókina mína og greinilega skrifa ég stundum ártöl… upp á hvenær uppskr. rennur út. Við þessa stendur 2003. 2003, vá ég er búin að eiga þessa uppskrift í 3 ár… og ég sem var að flytja hingað…. og kynnast Dísu…

Tv-skápurinn virkar fínt, hæðin er undihökufyrirbyggjandi og næstum engar hengingarólar (of lengi á augustenborg) og engar græjur sjáanlegar. Dásamlegt… og prís: 130kr.

Farin að tjékka á köku og að sofa.

Góða nótt

One Response to “

  • Hahaha… ekki margir aðrir en þú sem myndu nota meiðsli á fæti sem afsökun fyrir því að gera ekki magaæfingar ;o)
    Vona að gulrótarkakan hafi tekist hjá þér, alltaf svo leiðinlegt þegar illa tekst til með baksturinn (hefði kannski bara borgað sig að nota ferskar gulrætur og rífa þær niður).
    En alla vega hafið það gott í blíðunni.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *