tuttuguogtveir dagar i jól… :O

Vissuði að það eru hreint og beint óteljandi stöðvar í sjónvarpinu mínu…? jújú.. fékk þetta um daginn. Það tók 4 -5 daga að læra á fjarstýringuna og kann eiginlega ekki á hana ennþá. Þar sem ég þeystist um göngugötuna í gær og keypti ca 7 jólagjafir, má ég vera heima í dag fram að kvöldvakt. Vaknaði með hausverk (of mikill svefn og lokaður gluggi) og því tilvalið að zappa fyrir alvöru á milli stöðvanna. Ég zappaði og zappaði… og þar sem ég er ekki mikið fyrir ameriska veruleikaþætti, né aðra ameriska þætti almennt og nennti heldur ekki að horfa á Puk leita að týndu fólki úti heimi, slökkti ég bara. Vá, við hverju bjóst ég??? Þá er nú gott að hafa bloggið til tuða á! Ég setti bara Tina Dickow á fóninn og ákvað að segja ykkur frá öllu því ómerkilega sem gerst hefur síðasta sólarhringinn. Og ómerkilegast af því öllu var „zappið“.

Í gær fór ég í fyrsta jólagjafainnkaupaleiðangurinn minn í ár. Fór í ca. 10 búðir á mettíma… og þar sem ég þarf alltaf að gefa einkannir og raða hlutum í sæti, þá ÞARF ég líka að gera það núna!

  1. Fona –> því ég keypti svo mikið þar og það er til svo endalaust mikið af hlutum sem mig langar í… aðallega cd’um og svo margir á tilboði!!!
  2. Outlet –> shit hvað ég eyddi miklum pening þar inni… er svo innilega þakklát fyrir að Fúsi spyr svo lítið um hvar ég kaupi hlutina, hvað ég hafi keypt og hvað hlutirnir hafi kostað… keypti nefnilega jólaskraut í Outlet og ég get auðveldlega sagt við Fúsa: „nei nei þetta er allsekkert nýtt… þetta eru einhverjar kúlur sem ég fékk hjá ömmu sem hún hafði átt síðan hún bjó í Stakkahlíð… hefurðu virkilega aldrei tekið eftir þeim áður???
  3. Jim-P –>keypti nú ekki neitt en langar, eins og venjulega, að kaupa ca 10 stk flíkur þar inni… sá geggjaða dúnúlpu frá Modström með appelsínugulu fóðri… stelpan og ég spjölluðum um úlpuna og ég sagði að það væri smá nostalgía yfir úlpunni með þetta fóður… stelpan horfði á mig með spurningarmerki í sitthvorum  augunum og ég fór að rifja upp fyrir henni jakkana sem sem voru svo svakalega í tísku í lok 80 og byrjun 90… þessa svörtu, grænu og dökkbláu… sem hurfu svo af sjónarsviðinu hjá almenningi þegar Hells Angels og aðrir krimmar fóru að ganga massivt í þessu. Stelpan í Jim-P horfði á mig og vissi ekkert hvað ég var að tala um og hvað hún ætti að segja… þá áttaði ég mig á því að hún hefði verið að fæðast um þetta leyti!!!

Ég keypti líka gjöf handa Fúsa… því það var 1.des í gær… þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi fékk ég líka pakka… 2 stk cd með Tina Dickow… vissuði að ég er algjört fan??? Ég ætla að elta hana á næsta ári og skrifa henni bréf og kannski hringja í hana…

Var ég búin að tilkynna öllum hvað mig langar í jólagjöf og hvað mig langar ekki í?

Langar í:

  • Stígvél (mjög nauðsynlegt (veit ég fæ þau))
  • Allskonar flott föt (sem hægt er að býtta)
  • allskonar CD (með býttimiða á)
  • pening
  • nammi frá íslandi (ekki brjóstsykur)
  • smákökur frá íslandi (get nefnilega vegna aðstæðna ekki bakað sjálf)
  • BÆKUR (myndi alveg þiggja ca 20 bækur)
  • gjafabréf hjá gluggahreinsara sem gildir í 30 ár!

Langar ekki í:

  • gjafabréf í Harald Nyborg
  • heimilistæki
  • gjafabréf í Rúmfatalagernum
  • gjafabréf í gæludýra/hestabúð

over and out 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *