Gleðilega páska
Við hjónin Fúsi og ég, vildum bara óska öllum gleðilegra páska og láta um leið vita að það er hætt að blæða hjá Fúsa. Hann er búinn að jafna sig á að hafa ekki vitað að Pétur lærisveinn kom fyrstur að hellinum og þar með upprisu Jesú – sjá síðustu færslu hér. Við vonum að sjálfsögðu að þið hafið einnig átt ánægjulega páska.
Við höfðum haft það afargott og skemmtilegt um páskana, ég kláraði Sauðfjárávarpið eftir Hákon Behrens og byrjaði á Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Fúsi hefur mest verið í ritverkum eftir Ole Lund Kirkegaard.
Við vorum bæði að vinna við og við, auk þess að standa okkur þrusuvel í félagslífinu. Fórum bæði á bingó og í bowling, auk þess að eyða tíma með gömlum vini úr sveitinni og fjölskyldu hans bæði inni og úti í skógi. Ég vann mér inn nokkur stig hjá sonunum þegar ég snaraði Stóru rassabókinni eftir Majbrith Andersen af dönsku yfir á íslensku.
Aperol spritz tímabilið er að hefjast og því voru garðhúsgögnin sett út í dag. Auk þess er ég búin að kaupa drykkjarör úr járni til að geta drukkið Spritzið með betri samvisku gagnvart umhverfinu.
Þetta var allt í bili.