Nú tók ég mig saman… hef sagt „farvel“ við hangandi six pack’inn og bíð spennt eftir að sá nýji grjótharði banki upp á. 34 ára með lafandi six pack og vera á nálum yfir því að næstum ALLAR buxurnar sargi í sundur þarmana… nei takk, sá kafli er búin! Enda ætti að vera auðvelt að segja nei takk með allt sem í boði er. Ég valdi að skrá mig í mitt gamla fitness og bara í hópa… er víst með vægt ofnæmi fyrir tækjunum og finnst ógeðslegt að sitja í annarra manna rassasvitapolli. Hóparnir eru líka á ákveðnum tímapunkti sem maður er búin að skrá sig í fyrirfram og verður að mæta í, annars verður maður rassskelltur af arabanum honum Jósef ó Jósef!
En nú er komið babb í bátinn eftir mína aðra viku… mér finnst þetta ekkert geðveikt, lyktin er að drepa mig, samhæfingin er NÚLL og tónlistin bara lala. Og svo geri ég ekki annað en að passa að hafa íþróttafötin mín hrein fyrir alla þessa hópatíma. Thanks God fyrir þurrkara!
En þetta virkar… ég hélt ég myndi aldrei losna við hryllilegar harðsperrur eftir fyrstu vikuna… byrjaði í Push sem er alveg fínt því það krefst engrar geðveikrar samhæfingar og ég veit það virkar. Verst er bara að foringinn er stelpa með trilljón sjánlega litla grjótharða vöðva… ég er bara einn stór og mjúkur vöðvi. Ætli ég verði eins og foringinn fyrir jól? Svo fór ég í Salsa og þar er markmiðið að geta tekið þátt í geðveikum hópdans á Agurketid með hræódýran drykk sér við hlið einhverntíman á Góunni. En þar er samhæfingin líka vandamál… „æfi mig þegar ég kem heim“ hugsa ég alltaf… en þegar heim er komið man ég ekki ekki neitt. Síðan er það vandræðalegasti tíminn… MBL. Foringinn þar er gullfalleg kornung stelpa sem hoppar eins og fjöður á gormi upp á þessa blessaða bekki, yfir þá, fram og til baka án þess að blása úr nös. Á meðan ég trampa eins og fíll með fílsunga í maganum í zikk zakk á bekkjunum þeas ef ég ligg ekki og kútveltist um þá því ég missi jafnvægið vegna NÚLL samhæfingar. Það eina sem ég get eiginlega gert í stöðunni er að kvarta við Jósef ó Jósep og biðja hann um að finna aðra til að vera foringi í MBL… finnst í algjöru ósamræmi við allt að ég þurfi að fylgja einhverri 19 ára fjöður eftir á þessum pöllum.
Nema ég berjist og berjist og fyrir jól verði ég orðin eins og fjöðrin með trilljón litla harða sjánlega vöðva útum allan kropp.
Góða helgi 🙂
Vá ég sé þig alveg í anda ….hehehehe