Paris Hilton

„Að vera lækkert“ missionið fór útum þúfur í dag frammi fyrir almenningi.

Fór í stelpuferð í bæinn, nokkuð ánægð með mig… í merkjafatnaði frá toppi til táar, með belti og börnin mín (og fylgifiskur Mahilde) höguðu sér eins og fyrirmyndarbörn fyrirmyndarmóður. Gat ekki annað en glott við lífinu í sólinni.
Vorum staddar inn í h&m að finna e-ð bara til að finna e-ð til að kaupa. Aldís var líka á leiðinni á CNL discotek (börnin eru farin að fara oftar á djammið en ég móðirin sem á svo skilið að fara á djammið) svo það var ekki verra að finna e-ð sætt fyrir djammið. Alltíeinu þurfti eitt barnið að pissa. Samt er ég búin að segja trilljón sinnum síðastliðin 7 ár að allir eigi að pissa fyrir búðarferð. Jæja ekki var annað hægt en að hlaupa (skakklappast) yfir á wc-ið í fjarska. Ég ákvað að pissa líka. Alltaf notarlegt að pissa. Ég girti mig, hneppti buxunum og þvoði hendur. Fór aftur í h&m þar sem hin börnin biðu niðursokkin í fataskoðun.

Eftir að hafa verið hafa verið ca.2 min í h&m uppgötvaði ég að beltið lafði óspennt. Gjörsamlega lafði. Stuttur toppur, stuttur jakki… ekkert sem skýldi…. !!!

Og ég var svo upptekin af þessu dásamlega lífi og hafði passað að halda coolasta coolinu og ekki horfa á neinn og alls ekki í augun á neinum, að ég tók ekki eftir hvort einhver tók eftir… skilurðu?

Þarf að byrja upp á nýtt á markmiðinu “að vera lækkert”

ph

Eins og Paris Hilton…. kroppur kroppanna.

2 Responses to “Paris Hilton

  • Úff.. Dagný mín, það er ekkerr verra en að tapa coolinu..!!

  • Þú hefur nú verið frekar cool þarna í miðbænum með lafandi belti, ekki alveg eitthvað fyrir þig krúsí, hahaha…
    Sjáums á eftir í veislunni og sólinni, ummmm… ekkert smá geggjað veður til að vera með veislu í.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *