Selfoss- Þórsmörk – Hvolsvöllur – Landmannalaugar – Selfoss

Framh. af næstsíðustu færslu…

Já við vorum komin á Selfoss á honum Klobba (blár bíll), ásamt Elvu Rakel, Halla og Aroni. Flottasta fjölskyldan á Selfossi og víðar, beið eftir okkur með bílana og tjaldvagnana klára og stefnan var tekin á Þórsmörk. Elva Rakel og fjölskylda fengu Klobba lánaðan, gamli LC (LC=Landcruiser) var fyrir stelpur og stór börn og nýji LC var fyrir stráka og lítil börn. Flott fyrirkomulag það 🙂 Þetta gerðist 2. ágúst. í Básum komum við okkur fyrir með svefnpláss og svissmiss og nutum fegurðarinnar. Daginn eftir litum við upp til fjalla og völdum hæsta hólinn til að ganga á. Allir fóru nema litlu börnin sem áttu fast sæti í nýja LC, Jói og Rakel. Þau átu frá okkur humarsúpuna á meðan við börðumst á móti veðrinu, glorsoltin, upp á Útigönguhöfða. (Sjá myndir frá Þórsmörk á Facebook)

Seinna um daginn yfirgáfu Rakel og fjölsk. ásamt Klobba, okkur og restin tók sjoppurúnt, fram og til baka var ekið yfir Krossánna í leit at sjoppu. Meira pleisið… ha! Hvergi skilti sem bentu á sjoppu og hvergi hægt að kaupa ís. Hvar vorum við eiginlega, meina það! Við ath inni í Strákagili, í Básum og í Langadal. Hvergi var hægt að kaupa ís. Og engin sjálfsali neinsstaðar… það er þó allavega sjálfssali í Hjaltastaðaþinghá og þar mætir maður sjaldan bíl. En í Þórsmörk voru allsstaðar bílar.

En hvaða hvaða… auðvitað er sjoppa í Þórsmörk og auðvitað er ís í Þórsmörk, ásamt örbylgjuofni og póstkortum… bara inní Húsadal 😉

 Á þriðjudeginum 4. ágúst var keyrt niður á Hvolsvöll til að fylla á bíla, gaskúta, matarbirgðir og fara í sund. Þegar því var lokið lá leiðin í Landmannalauga (án þess að spá í veðurspá ;)). Jói á nýja LC með litlu börnin fannst skemmtilegra að fara Emstruleiðina eða þessa venjulega leið og leiddist okkur það ekkert 🙂 Nema hvað, við tókum á okkur krók inní Króka og lengdum aksturstímann um nokkur korter 😉 Vegurinn eða óvegurinn var æðislegur, varla ætlaður til keyrslu og síður með tjaldvagna aftaní. Veðrið var draugalegt sem og landslagið… þarna var ekkert… ekki einu sinni kind. Semsagt æðislegt. En alltíeinu var þarna e-ð… e-ð blátt! Blátt og berfætt 🙂 Þetta var rennblautur og ílla búin túristatékki með gsm síma með gps í sem sýndi Ísland sem hvítt og 2 rauða punkta… Reykjavík og Akureyri. Og hann var ótrúlega langt frá bæði Reykjavík og Akureyri, hann var í rauninni ótrúlega langt frá ÖLLU. Í góðri stöðu þessi tékki. Við tókum hann uppí til að bjarga lífi. Hann fór í Stráka-LC með litlu börnunum. Í Landmannalauga komum við í myrkur, rigningu og rok. Eiginlega vonlaust veður til að slá út tjaldvögnunum og vakna í sama veðri daginn eftir. Við tókum líka þá ákvörðun um að fara ekki í laugina, heldur átum allt sem við höfðum keypt í kaupfélaginu á Hvolsvelli og keyrðum niðrá Selfoss aftur þar sem Klobbi tók á móti okkur um miðja nótt. Svona fór um bílferð þá… mér fannst hún æðisleg en prinsessurnar mínar sáu ekki þetta „æðislega“ við hana. Aldísi fannst hún „bara“ skemmtileg og Svölu fannst pínu fúlt hvað allt var sjoppulaust á leiðinni og hversu blautur og íllalyktandi, tékkin var.

6. ágúst lá leiðin austur í Aglastaði…

cont…

One Response to “Selfoss- Þórsmörk – Hvolsvöllur – Landmannalaugar – Selfoss

  • Ragna Valdís
    15 ár ago

    Sé að Íslansferðin hefur verið ævintýri líkust með öllu tilheyrandi hlakka til að lesa framhaldið:)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *