marsvín til dýralæknis… ó nei!
Í gær fannst mér Beatrix vera e-ð undarleg… var ekki alveg eins kvikk og venjulega. Ég ákvað að hún væri að fara að fæða og starði á klobbann á henni í langan tíma. Ekkert kom út. Síðan varð Bill líka undarlegur og lagðist bara niður. Ekki gat hann verið að fæða!?! Með kvöldinu hresstust þau og byrjuðu að hoppa um og nusa af rassinum af hvort öðru.. .sjálf sér lík. Þetta var þá bara hitinn sem fór svona með þau… og kannski c-vítamínsleysið.
Í dag var ég önnum kafin í vinnunni, brjálað að gera og ég sá ekki fram á að geta skilað vaktinni minni eins og ég vildi. Í miðju stressinu kom vinnufélagan til mín og sagði: „hey, það er síminn til þín, það er dóttir þín, þessi yngri ;-)“
Ég: „Hæ Svala“
Svala: „Hæ mamma mín, hérna, ég vildi bara láta þig vita að ég er að fara að panta tíma hjá dýralækninum“
Ég: „ha, NEI eða afhverju?“
S: „afþví að þú sagðir í gær að marsvínin væru e-ð undarleg, þessvegna verða þau að fara til dýralæknis“
Ég: „nei nei, það er ekkert að þeim, þetta var bara hitinn og það þarf engan dýralækni“
S: „jú, það verður, ég lofaði þeim að ég myndi fara með þau í heilbrigðistékk, er þá í lagi að ég panti tíma?“
Ég: „nei, það þarf ekkert heilbrigðistékk fyrir marsvín og það er í fínu lagi með þau“
S: „Sko, það VERÐUR að láta ath þau, þau voru slöpp í gær og við verðum að láta dýralækni tékka á þeim…“
Ég: „engan f….. dýralækni, elska þig endalaust, bless“
Ef þið eruð búin að gleyma því, þá er ég alin upp sveit og dýralæknar eru ekki til þess að fitla við marsvín eða önnur nagdýr… þeir eiga aðallega að gelda hesta og sæða kýr. Þetta þarf ég einhvernvegin að útskýra fyrir barninu mínu.