ýmislegar raskanir ásamt kjúkling í multisósu
Ja hérna, ég er satt að segja farin að sakna bloggsins míns… eins og fólks í fjarlægð. Þrátt fyrir töluverðan aðskilnað hugsa ég enn í bloggi. Hvort það eru gleðilegar, sorglegar, dramatískar eða undarlegar upplifanir, skiftir engu máli… öllu er bloggað innra með mér… ef þetta færi allt á prent, væri ég búin að eyða öllu Hallormastaðaskjarri eins og það leggur sig. En letin segir til sín, þótt x kynslóðin sé ekki talin löt. Ég nenni ekki að gera stærri hluti í tölvunni en að segja ykkur í stuttu máli hver statusinn minn sé. Láta alla mína mörghundruð bestu vini vita hvað ég er að gera, hvernig mér líður eða uppljóstra hversu vangefin ég er. Sumir segja þroskaheft… (mjög ljótt orð)… aðrir segja seinþroska (gamalt orð)… þeir sem eru í tískunni segja þroskaröskun (hrikalega töff orð…) Röskun… elska hreinlega þetta orð… ætla að venja mig á að setja öll möguleg orð fyrir framan og aftan. T.d. varð mér íllilega líkamsraskað þegar ég kom heim á mánudaginn. Búin að vera að chilla (slappa af og vera cool) í 17 daga á Íslandi og kem að bakgarðinum í rúst. Reyndar voru nágrannarnir búnir að senda mér sms um að það væri umhverfisröskun á lóðunum okkar… en ekki svona. Allur múrveggurinn (stór hluti af fótboltavelli) farin… búin að rífa hann niður og færa okkar einkahluti, svosem regnvatnstankinn… hann var bara annarsstaðar en þegar ég fór til Islands. Idioter þetta lið maður… nú getur maður ekki einu sinni striplast í sínum eigin bakgarði nema gröfukarlar og aðrir karlar með hjálma horfi á mann. Ég vildi óska þess að ég gæti horfið aftur til Íslands og farið í jeppaferð.
Íslandsferðin já, byrjaði í Reykjavíkinni þar sem púlsinn var tekin á miðbænum, tjörninni og mismunandi óþarfabúðum sem gáfu okkur taxfree óumbeðnar… hmm er ég svona túristaleg??? Er þarna að tala um þjóðernisröskun af einhverju tagi???
Fórum svo austur að Laugarvatni og hittum fallegustu systur ever og chilluðum *(slöppuðum af og vorum cool) með allskonar fólki þar og fórum svo á túristarúnt… Geysir (það var einu sinni til graðhestur heima sem hét Geysir, svo var hann geltur (graðhestaröskun) og lifði geltur í mörg ár og dó í fyrra) og Gullfoss voru myndaðir í bak og fyrir ásamt mér og mínum. Þarna rúntuðum við á Klobba (blár bíll) og yfir á Selfoss þar sem hápunktur Íslandsferðarinnar hófst….
cont