Kants pligtetik

Svo er það helgi, svo er það loksins helgi… nú er engin heima til að syngja föstudagslagið með mér… Við mæðgur erum vanar að syngja með útvarpinu þegar þetta lag kemur… svaka stuð alltaf. En nú er litli engillin minn farin í koloni i Stevningshus alla helgina og Aldís gistir hjá vinkonu sinni og eru þær e-ð að ralla niðrí bæ í sólinni. Það var spennt stelpa sem við kvöddum við rútuna í dag, mikil eftirvænting í andrúmsloftinu og næstum búin að ákveða í hvaða koju hún ætlaði að sofa, enda þekkir hún staðin sem þau fara á. Stevningshus er í eigu bláu skátana… svaka flottur staður. Krossum bara fingur fyrir þurru veðri.

En þetta þýðir að við kærustparið erum ein heima í dag og í kvöld. Jammy, við erum búin að þrífa (smá) og mála í þögn. Jújú erum alltaf að mála e-ð. Vorum að fjárfesta í sjónvarpsskáp sem var ómögulegur á litinn. Ég er líka búin að spandera 90 mín í lærdóm í dag. Vá það er bara nokkuð gott í mínu tilfelli.
Í kvöld ætlum við að gleypa e-ð í okkur á kaffihúsi niðrí bæ og þræða allar búðirnar í von um að finna e-ð kauplegt. Erum búin að ákveða að leiðast (hönd í hönd) í bænum og kyssast í citykrussinu. Svo á heimleið ætlum við að leiga hryllingsmynd og skrækja saman framá nótt. Ef e´g væri ekki á bullandi túr (og ekkert baðkarið í íbúðinni) hefðum við leigt fullorðinsmynd … einhverja góða með Katja Kean eða einhverja eftir Michael e-ð (man ekki eftirnafnid) en allaveg sá sem gerir þessar cool myndir med t.d. uppþvottahönskunum.

What ever…

Við ætlum allavega að hugga okkur verulega.

Og nú ausrignir og ég get ekki annað en hugsað til að Aldísar og Mathilde… vonandi erum þær komnar heim úr bænum.

En mikið óskaplega er ég lukkuleg e-ð með lífið, þvílík forréttindi sem við höfum fram yfir margra aðra…. ótrúlega heppin e-ð, er bara svo lukkuleg yfir að búa hérna, yfir að læra hjúkkuna hérna en ekki á ísl., yfir að vera íslensk og yfir að eiga nýjan sjónvarpsskáp.

Talaði við fólk um daginn sem vinnur svo mikið að það hefur engin tíma til að samfarast…

Heyrði af pari um daginn sem hætti saman eftir margra ára sambúð því hann vildi samfarast en hún ekki. Hann sparkaði henni út.

Við höfum öll okkar skyldur… í svo mörgum formum. Við erum skyldug til að vera góð hvort við annað. Við erum skyldug til að ekki drepa og ekki ljúga. Við erum skyldug til að segja satt. Það má ekki segja að “ég er með hausverk”. Það er að ljúga. Og ef maður lýgur, enda hlutirnir ílla.

En það er líka til e-ð sem heitir MANNRÉTTINDI… meira að segja alþjóðleg. Hver á rétt á hverju?

3 Responses to “Kants pligtetik

  • Gaman að „heyra“ hvað þú ert lukkuleg með þig og þitt haltu því áfram.
    Já vonandi verður þurrt hjá þeim í ferðinni um helgina hjá litlunni þinni og stórunni minni ;o)
    Kv. Begga

  • Brilliant „pæl“ eins og vanalega hjá þér :o).
    Fannstu eitthvað kauplegt ?? Eða fékk Fúsi bara alla athyglina?
    Við skötuhjúin þræddum allar sjoppur bæjarins í gærkvöldi, viðurkenni að athygli mín fór í annað en Einsa kalda….og var náttúrlega með dúndur hausverk þegar við komum heim seint um síðir – líka ein heima…!!!

    Góða helgi
    kveðja Stina…mjög lukkuleg…væri samt enn lukkulegri ef þetta désk…sumar færi að koma (og ég gæti farið að skarta öllu því fína sem ég keypti í gær !!!!!!!!).

  • Dísa
    18 ár ago

    Gaman að lesa eins og alltaf vinkona…. Vonandi áttuð þið kærustuparið notalega kvöldstund í gær þrátt fyrir „ástandið“ á þér. Góða helgi!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *