Marsvín og marsvín eða marsvín og kanína
Ég opinberaði fávisku mína íllilega á facebook í dag… ég lét ALLA „vini“ mína vita að ég vissi ekkert um kynlíf marsvína. Auðvitað veit ég ekkert um þetta mál, þar sem ég las Ísfólkið (bók nr 27) í tíma hjá Skarphéðni Þráinssyni, þegar hann hélt fyrirlesturinn um marsvínin. Ég var náttl ekkert að fylgjast með, djúpt sokkin í Þengil og family. Þetta var árið 1993. Ég hefði betur fylgst með.
Ég hleypti dýrunum út í dag… fylgdist grant með til að byrja með. Sá að Bill nusaði af pjöllunni hennar Beatrix en hún hljóp í burtu. Ég hrósaði henni og klappaði og kvíslaði að henni að hann væri öfuggi. Að hún skyldi aldrei hleypa honum upp á sig. Svo snéri hún sér við og nusaði af rassinum á honum. Þá bakkaði hann bara… öfuggi!
Mér taldi mig þokkalega örugga. Beatrix yrði varla ólétt þessa leiðina. Ég fór bara á bak við tré að bagsast við að klippa það síðasta af hekkinu. Dundaði mér þar í rólegheitunum og gleymdi Bill og Beatrix. Þangað til ég heyrði þessi rosalega öskur í Beatrix. Eins og einhver væri að gera alveg hrikalega ljóta hluti við hana. Ég hljóp til og fann þau sofandi í sitthvoru lagi. Hmm… það sem ég hélt að hefðu verið öskur í marsvíninu Beatrix, voru bara hljóðin í þýsku nágrannakonunni henni Gertrud. Mér er nú nokkuð sama hvað gerist á þeim bænum… hún er líka komin úr barneign.
Enn er ég fávís um ástarlíf marsvína. Eins og t.d. hversu langan tíma samfarir taka? (hversu vel þarf ég að vera á verði?) Gæti ég slitið þau í sundur eða festast þau saman eins og hundar? Eða hvort Beatrix er alltaf til í tuskið eða er einhver fengitími? Geta mismunandi tegundir marsvína eignast afkvæmi? (hmm líklega, alveg eins og ofvaxnir vesturlandarbúar geta parað sig með þeim að austan) Eru samfarir marsvína e-ð sem þarf að fela fyrir börnunum og gangandi vegfarendum? Ætli ég geti gelt Bill? (Veit hvernig maður geldir hesta)
Árið 2002 áttum við marsvín og kanínu. Þann veturinn riðlaðist marsvínið stanslaust á kanínunni sem skrækti þessi ósköp og hélt öllu Sönderskovkolleginu vakandi nótt eftir nótt. Ég komst aldrei að því hvort þetta voru jákvæð eða neikvæð hljóð. Þetta var sá mesti screamer sem ég hef búið í nágrenni við. En svo dó kanínan… komst heldur aldrei að því hversvegna… of mikið kynlíf eða vanhirsla. Svo er verið að gagnrýna bændur fyrir að standa fyrir aftan kýrnar…
Google gefur mér engin svör… hvorki um marsvín og marsvín eða marsvín og kanínu!
helduru að þessu sé ekki reddað.
http://www.animalhospitals-usa.com/small_pets/guinea_pig_reproduction.html
Kveðja
Dagmar Íris, sem hefur ekkert betra að gera